Runnasteppa er gróðurbelti þar sem úrkoma er minni en svo að grös þrífist með góðu móti. Runnasteppan einkennist af strjálum, oft þyrnóttum runnum, þykkblöðungum og kaktusum. Þær eru víða í heiminum og þekja stór svæði, t.d. á jöðrum eyðimarka í Asíu, Afríku og Ástralíu, auk svæða í SV-Bandaríkjunum, Mexíkó og Argentínu.

Mynd frá Mojave-eyðimörkinni í Bandaríkjunum.

Önnur gróðurbelti

breyta

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.