Krónublað

(Endurbeint frá Krónublöð)

Krónublöð eru ummynduð laufblöð sem mynda hluta blóma. Krónublöð vaxa yfirleitt innan um bikarblöðin og utan um fræfla og frævuna. Krónublöðin eru yfirleitt litríkasti hluti blóma.

Hlutar fullþroska blóms: 1 - blómstilkur, 2 - stoðblað, 3 - bikarblað, 4 - krónublað, 5 - frævill, 6 - fræva, 7 - laufblað

Blómsafi myndast í sérstökum kirtlum á krónublöðunum.[1]

Myndasafn

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Ágúst H. Bjarnason (2013). Blóm: bikar og króna. Sótt þann 21. júlí 2019.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.