Roman Jakobson (11. október 1896 - 18. júlí 1982) var rússneskur málfræðingur, einn af forvígismönnum formgerðarstefnunnar. Hann var undir áhrifum frá Ferdinand de Saussure og vildi nálgast rannsóknir á tungumáli út frá því grundvallarhlutverki þess að koma upplýsingum milli mælenda. Einna þekktastur er Jakobson fyrir boðmiðlunarlíkan sitt. Til þess að sendandi (mælandi) geti komið boðum (til dæmis setningu) til viðtakanda (viðmælanda) þarf að vera fyrir hendi samhengi, boðrás og kóði.

                  samhengi
                  boð
       sendandi ------------ viðtakandi
                  boðrás
                  kóði

Hverjum þætti boðmiðlunarinnar tengist eitt gildi.

                  tilvísunargildi
                  skáldskapargildi
 tilfinningagildi ------------ áhrifagildi
                  sambandsgildi
                  kerfisgildi

Gildin sex eru misveigamikil í mismunandi orðræðum en yfirleitt hefur tilvísunargildið mest vægi.

Heimildir

breyta
  • Jakob Benediktsson (1983). Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.

Fyrirmynd greinarinnar var „Roman Jakobson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. desember 2006.