The 500 Greatest Albums of All Time

The 500 Greatest Albums of All Time“ er listi yfir 500 bestu hljómplötur sögunnar samkvæmt bandaríska tímaritinu Rolling Stone. Hann byggir á vegnum atkvæðum frá ákveðnum tónlistarmönnum, gagnrýnendum, og fólki í tónlistarbransanum. Listinn var fyrst birtur í sérstakri útgáfu tímaritsins árið 2003 og í tengdri bók árið 2005.[1]

Gagnrýnendur hafa sakað listann um að meta listamenn af ákveðnum kynþáttum og kynjum í röngu hlutfalli. Í upprunalega listanum voru flestar plöturnar eftir hvíta karlkyns rokktónlistarmenn, þar sem efsta sætið fór til plötunnar Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (1967) eftir Bítlana. Árið 2012 gaf Rolling Stone út endurskoðaða útgáfu sem byggði á upprunalega listanum og á plötum upp að byrjun 21. aldar.[2]

Önnur útgáfa af listanum var gefin út árið 2020, þar sem 269 plötur höfðu ekki komið fram áður. Hann var byggður á nýrri könnun og tók ekki inn atkvæðin fyrir 2003 og 2012 listana. Í útgáfunni árið 2020 má finna fleiri listamenn af öðrum kynþáttum og fleiri kvenkyns tónlistarmenn. Efsta sætið fór til What's Going On (1971) eftir Marvin Gaye.[2] Annar listi var birtur árið 2023 með minniháttar uppfærslum.[3]

Tölfræði

breyta

Fjöldi platna frá hverjum áratugi

breyta
Útgáfan frá 2003
Áratugur Fjöldi platna Prósenta
1950–59 11 2,2%
1960–69 126 25,2%
1970–79 183 36,6%
1980–89 88 17,6%
1990–99 61 12,2%
2000–09 13 2,6%
Útgáfan frá 2012
Áratugur Fjöldi platna Prósenta
1950–59 10 2,0%
1960–69 105 21,0%
1970–79 186 37,2%
1980–89 84 16,8%
1990–99 73 14,6%
2000–09 40 8,0%
2010–19 2 0,4%
Útgáfan frá 2020
Áratugur Fjöldi platna Prósenta
1950–59 9 1,8%
1960–69 74 14,8%
1970–79 157 31,4%
1980–89 71 14,2%
1990–99 103 20,6%
2000–09 50 10,0%
2010–19 36 7,2%
Útgáfan frá 2023
Áratugur Fjöldi platna Prósenta
1950–59 9 1,8%
1960–69 71 14,2%
1970–79 155 31,0%
1980–89 71 14,2%
1990–99 101 20,2%
2000–09 51 10,2%
2010–19 36 7,2%
2020– 6 1,2%

Tilvísanir

breyta
  1. Levy, Joe; Van Zandt, Steven, ritstjórar (2006) [2005]. Rolling Stone 500 Greatest Albums of All Time (3. útgáfa). London: Turnaround. ISBN 1-932958-61-4. OCLC 70672814.
    Tengt efni:
  2. 2,0 2,1 „Rolling Stone updated its Top 500 Albums of All Time list so it's no longer just white dudes“. Consequence of Sound (bandarísk enska). 22. september 2020. Sótt 28. september 2020.
  3. „The 500 Greatest Albums of All Time“. Rolling Stone. 31. desember 2023. Sótt 1. janúar 2024.

Tenglar

breyta