Rokk, calypso, skiffle

Rokk, calypso, skiffle er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni syngur Skapti Ólafsson fjögur lög. Hljómsveit Gunnar Reynis Sveinssonar sá um undirleik á Allt á floti og Mikið var gaman að því og hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sá um undirleik á Syngjum hátt og dönsum og Ef að mamma vissi það. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Rokk, calypso, skiffle
Bakhlið
EXP-IM 55
FlytjandiSkapti Ólafsson, hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar, hljómsveit Magnúsar Ingimarsson
Gefin út1958
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Syngjum hátt og dönsum - Lag - texti: Bell, Lattanzi - Elsa Magnúsdóttir - Hljóðdæmi
  2. Ef að mamma vissi það - Lag - texti: Endsley - Skafti Sigurþórsson
  3. Allt á floti - Lag - texti: Steele, Bart, Pratt - Björn Bragi, Jón Sigurðsson - Hljóðdæmi
  4. Mikið var gaman að því - Lag og texti: Steingrímur Sigfússon - Hljóðdæmi

Textabrot af bakhlið

breyta
 

Það er ekkert vafamál, að þessi 45 snúninga E.P. plata mun ná miklum vinsældum þar sem á sömu plötunni eru þrjár tegundir af dægurlögum sem mestum vinsældum hafa náð hér á landi undanfarin ár og auk þess syngur SKAFTI ÓLAFSSON, en hann er nú einn af okkar vinsælustu söngvurum, hann hefur nú sungið inn á tvær plötur og hafa þær báðar orðið metsöluplötur og sýnir það gleggst vinsældir hans.

SKAFTI ÓLAFSSON hefur leikið með ýmsum hljómsveitum meir en helming æfi sinnar (en það eru nær 15 ár) og auk þess hefur hann leikið með eigin hljómsveitum um land allt, en hann hefur ekki sungið neitt að ráði nema síðustu tvö árin, en þá hann hefur sungið á kabarettum, í útvarpi, á plötum og skemmtunum og ávallt við geysimikla hrifningu.

Síðasta árið hefur Skafti unnið nokkuð með Gunnari Sveins, hljómsveitarstjóra og annaðist Gunnar m. a. undirleik á ALLT Á FLOTI/ MIKIÐ VAR GAMAN AÐ ÞVÍ.