Robert A. Kaster

(Endurbeint frá Robert Kaster)

Robert A. Kaster (fæddur 6. febrúar 1948 í New York borg) er bandarískur fornfræðingur, prófessor í fornfræði og „Kennedy foundation professor“ í latínu og latneskum bókmenntum við Princeton-háskóla.

Menntun og störf

breyta

Kaster lauk A.B. gráðu í fornfræði frá Dartmouth College árið 1969. Hann stundaði framhaldsnám í fornfræði við Harvard-háskóla og lauk þaðan M.A. gráðu árið 1971 og doktorsgráðu árið 1975. Doktorsritgerð Kasters fjallaði um handritageymd Eneasarkviðu Virgils á 9. öld.

Kaster kenndi klassísk fræði við Harvard-háskóla árin 1972-73 og við Colby College árin 1973-74. Árið 1975 varð hann assistant professor (lektor) við University of Chicago. Hann varð associate professor (dósent) 1982 og prófessor árið 1989. Hann kenndi við háskólann í Chicago til ársins 1997, síðasta árið sem „Avalon Foundation Distinguished Service Professor in the Humanities“. Árið 1997 varð Kaster prófessor í fornfræði og „Kennedy Foundation Professor“ í latínu og latneskum bókmenntum við Princeton-háskóla.

Kaster hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir störf sín, m.a. John Simon Guggenheim Memorial Foundation Fellowship 1991-92 og Charles J. Goodwin Award of Merit (veitt af American Philological Association) 1991 fyrir bók sína Guardians of Language.

Helstu rit

breyta
  • Guardians of Language: The Grammarian and Society in Late Antiquity (Berkeley: University of California Press, 1988).
  • The Tradition of the Text of the “Aeneid” in the Ninth Century (New York: Garland Publishing Inc., 1990).
  • Studies on the Text of Suetonius “De Grammaticis et Rhetoribus” (Atlanta: Scholars Press, 1992).
  • Emotion, Restraint, and Community in Ancient Rome (New York: Oxford University Press, 2005).
  • Marcus Tullius Cicero: “Speech on Behalf of Publius Sestius” þýðing með inngangi og skýringum. (Oxford: Oxford University Press, 2006).

Heimild

breyta

„Vefsíða Kasters“. Sótt 14. maí 2006.