Róbert 1. af Normandí

(Endurbeint frá Roðbert 1.)

Róbert 1. af Normandí (22. júní 10003. júlí 1035), eða Róbert hinn stórkostlegi (franska: le Magnifique, enska: the Magnificent), einnig kallaður Róbert djöfullinn (f. Robert le Diable), var hertogi af Normandí frá 1027 til dauðadags. Hann er oftast hafður sem Róbert 1. en stöku sinnum þó Róbert 2. en þá er forfaðir hans, Göngu-Hrólfur, kallaður Róbert 1.

Stytta Róberts 1. á aðaltorginu í Falaise.

Róbert 1. var sonur Ríkharðs 2. af Normandí og Júditar frá Bretagne. Hann tók við hertogadæminu þegar Ríkharður 3., eldri bróðir hans, dó skyndilega. Þá var Róbert sterklega grunaður um að hafa drepið hann á eitri og fékk viðurnefnið djöfullinn í tengslum við það.

Með hjákonu sinni, Herleifu, (Herleva), eignaðist hann soninn Vilhjálm, sem kallaður var bastarður af því að hann var ekki getinn í hjónabandi. Hann arfleiddi Vilhjálm son sinn áður en hann lagði upp í pílagrímsferð til Jerúsalem. Samkvæmt sagnfræðiritinu Gesta Normannorum Ducum fór hann um Konstantínópel, komst til Jerúsalem og var á heimleið, staddur í Níkeu, þegar hann dó, hugsanlega af eitri. Heimildum ber ekki saman um dánardaginn, 1., 2. eða 3. júlí 1035.

Sagnfræðingurinn William af Malmesbury segir frá því að Vilhjálmur sigursæli hafi gert sendinefnd út af örkinni til að sækja lík föður síns til Níkeu og skyldi hann jarðsettur í Normandí. Fóru sendiboðar og sóttu líkið og voru á heimleið með það, komnir til Apúlíu á Ítalíu, þegar þeir fréttu að Vilhjálmur sigursæli væri látinn. Jarðsettu þeir þá Róbert 1. á Ítalíu og héldu heim við svo búið.


Fyrirrennari:
Ríkharður 3. af Normandí
Hertogar af Normandí
(1027 – 1035)
Eftirmaður:
Vilhjálmur sigursæli