Ricky Gervais

(Endurbeint frá Ricky)

Ricky Dene Gervais (fæddur 25. júní árið 1961) er breskur grínisti, leikari, handritshöfundur, leikstjóri, tónlistarmaður og fleira.

Ricky Gervais

Gervais hóf feril sinn á 9. áratugnum í tónlist með hljómsveit sinni Seona Dancing og var umboðsmaður Suede áður en hann hóf að gera uppistand. Síðan var hann með spjallþátt á Channel 4 árið 2000. Eftir það byrjaði hann að semja og leika í grínþáttum, The Office og Extras sem nutu vinsælda. Gervais hefur einnig leikið í kvikmyndum.

Gervais hefur unnið til ýmissa verðlauna, meðal annars: 7 BAFTA-verðlaun, 5 British Comedy-verðlaun, 3 Golden Globe-verðlaun og 2 Emmy-verðlaun. Hann hefur verið kynnir nokkrum sinnum á Golden Globe.

Gervais býr í Hampstead ásamt konu sinni Jane sem hann kynntist árið 1982. Þau hafa ákveðið að eignast ekki börn. Hann er guðleysingi, veraldlegur húmanisti og meðlimur British Humanist Association. Hann styður réttindi dýra og er m.a. andsnúinn refaveiðum og nautaati.

Áið 2017 kom Gervais til Íslands og var með tvö uppistönd í Hörpu.