The Office

bandarískir sjónvarpsþættir (2005-2013)

The Office var bandarískur gamanþáttur sýndur á NBC á árunum 2005-2013 í níu þáttaröðum og voru framleiddir 201 þættir. Þættirnir er bandarísk endurgerð af bresku þáttunum, The Office sem var sýndur á BBC 2 á árunum 2001-2003. Aðalpersónur þáttana eru stjórinn Michael (Steve Carrell), sölumennirnir Dwight (Rainn Wilson), Jim (John Krasinski), möttökuritarinn Pam (Jenna Fisher) og nýi starfsmaðurinn Ryan (B.J Novak). Í þriðju þáttaröðinni bættist Andy (Ed Helms) í aðalleikarahópinn og Michael hætti í þeirri sjöundu. Í áttundu bættist við Robert California í aðalleikarahópinn (James Spader). Í þeirri níundu hætti Ryan í þáttunum. Aðalhandritshöfundar þáttanna eru Greg Daniels, Paul Lieberstein B.J Novak og Mindy Kailing en þau þrjú síðastnefndu eru einnig í leikarahópnum.

The Office
TegundGaman
ÞróunGreg Daniels
LeikararSteve Carell
Rainn Wilson
John Krasinski
Jenna Fischer
B.J. Novak
Melora Hardin
David Denman
Leslie David Baker
Brian Baumgartner
Kate Flannery
Angela Kinsey
Oscar Nunez
Phyllis Smith
Ed Helms
Mindy Kaling
Paul Liberstein
Cheed Bratton
Craig Robertson
Ellie Kemper
Zach Woods
Amy Ryan
James Spader
Catherine Tate
Clark Duke
Jake Lacy
Höfundur stefsJay Ferguson
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða201
Fjöldi þátta9
Framleiðsla
Lengd þáttar39-42 mínútur
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNBC
Myndframsetning1080i
HljóðsetningSurround
Sýnt24. mars 2005 – 16. maí 2013
Tenglar
IMDb tengill

Aðalsöguþráður

breyta

Þættirnir segja frá pappírskrifstofu í Scranton, Dunder Mifflin í Pensylvaníu þar sem mikið af ólíku fólki vinnur. Í fyrstu þáttaröðinni kemur nýr starfsmaður á vinnustaðinn, ungi og óreyndi Ryan. Möttökuritarinn Pam er að fara að giftast kærastanum sínum Roy en Jim segir henni að lokum í annari þáttaröðinni að hann elski hana, Pam frestar brúðkaupinu og hættir með Roy. Jim hættir að vinna í Scranton í byrjun þriðju þáttaröðinnar og fer að hann að vinna í öðru Dunder Mifflin fyrirtæki í Stamford. Þar vinnur meðal annars líka Andy og Karen með Jim. Dwight byrjar síðan með Angelu sem vinnur líka í Scranton en þau reyna að halda sambandinu leyndu. Michael byrjar síðan með yfirmanni sínum, Jan. Í miðri þriðju þáttaröð sameinast Stamford við Scranton og koma því Jim, Andy og Karen meðal annars til Scranton. Karen verður síðan kærasta Jims. Í lok þriðju þáttaraðar fer Dunder Mifflin að finna nýjan yfirmann Dunder Mifflin. Þeir taka meðal annars í starfsviðtöl Michael, Jim og Ryan. Í lok þriðju þáttaraðar kemur í ljós að Karen og Jim eru að hætta saman og að Ryan mun verða yfirmaður Dunder Mifflin. Í byrjun fjórðu þáttaraðar er Jim og Pam byrjuð saman og Ryan orðin yfirmaður. Angela fattar að Dwight drap köttinn hennar og þau hætta því saman. Andy spyr Angelu hvort hann vilja byrja með sér og hún segir já til þess að gera Dwight öfundsjúkann. Michael og Jan skilja svo í dramamatarboði í miðri fjórðu þáttaröð. Í lok fjórðu þáttaraðar segir Toby, starfsmannafulltrúinn að ætlar að fara til Costa Rica í einhvern tíma og að Holly nokkur muni taka við. Michael verður síðan hrifinn af Holly og þau byrja saman í byrjun fimmtu þáttaraðar. Andy biður Angelu um að giftast sér og hún játar. Ryan verður síðan rekinn sem yfirmaður og hættir hjá Dunder Mifflin. Jim biður Pam um að giftast sér og eru þau að plana brúðkaupið í fimmtu þáttaröðinni. Stjóri Dunder Mifflin heyrði það að Michael og Holly eru byrjuð saman og kemst að því að það brjóti lög. Hann sendir Holly aftur til baka og Michael og Holly komast að því að það er best að þau hætti saman. Toby kemur síðan aftur til Scranton. Andy fattar síðan að Angela er búin að vera í framhjáhaldi við Dwight og þau hætta saman. Í miðri þáttaröðinni ákveður Michael að hætta hjá Dunder Mifflin og hann ætlar að stofna sitt eigið fyrirtæki, Michael Scott Paper Company. Hann fær með sér Pam og Ryan í fyrirtækið. Í lok fimmtu þáttaraðar fer fyrirtækið í gjalþrot og sameinast Dunder Mifflin og þau starfa síðan öll þar. Þegar Pam kemur aftur hættir hún sem möttökuritari og verður sölumaður og nýr starfsmaður, Erin tekur við sem ritari. Í lok þáttaröðunnar kemst Jim og Pam að því að Pam er ólétt. Í byrjun sjöttu þáttaraðar gifta Jim og Pam sig. Barn Jim og Pam fæðist í miðri sjöttu þáttaröð og nýtt fyrirtæki Sabre verður annar eigandi Scranton útibúsins. Andy og Erin byrja síðan saman í lok sjöttu þáttaraðar en Erin hættir með Andy þegar hún komst að því að hann og Angela voru saman áður. Í sjöundu þáttaröðinni segir Toby að hann muni hætta aftur tímabundið og að Holly muni taka við. Holly kemur og Michael reynir að byrja með henni aftur en kemst að því að hún er enþá með kærastanum sínum sem hún fékk eftir að hún hætti með Michael, A.J. Holly skilur síðan við A.J og Michael og Holly byja saman. Michael biður síðan Holly og þau ákveða að flytja saman til Colorado þar sem fjölskylda Holly er. Michael hættir því og velur Michael Deangelo nokkurn til þess að vera nýji stjórinn. Michael hættir en Deangelo slasar sig alvarlega og hættir sem stjóri. Ákveðið er að finna nýjan stjóra og eru margir kallar í viðtöl. Ákveðið var að fá Robert Califroniu nokkurn sem stjóra en hann fór og keypti Sabre og varð yfirmaður Sabre. Robert ákvað svo að fá Andy sem stjóra í byrjun áttundu þáttaraðar. Pam verður síðan aftur ólétt og Angela líka með manninum sínum, öldungardeildarþingmanninum. Dwight heldur því svo fram að hann sé faðir barnsins. Í áttundu þáttaröðinni er ákveðið að fá einhvern hóp til þess að fara í stórt verkefni í Tallahasse. Jim, Dwight, Stanley, Ryan og Erin fara í verkefnið. Erin ákveður að vera lengur í Tallahasse í annari vinnu og hættir. Andy kemur síðan þangað til Erin og segir að hann elski hana. Þau byrja saman og fara aftur að vinna í Scranton. Þegar hann kemur aftur er Nellie sem vinnur hjá Sabre ráðin til þess að vera tímabundið stjóri. Þegar Andy kemur aftur neitar Nellie að hætta sem stjóri og Andy verður reiður og brýtur allt og bramlar. Robert California rekur svo Andy. Í lok áttundu þáttaraðar kaupir David Wallice, gamli eigandi Dunder Mifflin, Dunder Mifflin fyrirtækið af Sabre og hættir Robert og David tekur við. David fær Andy til þess að verða stjórinn aftur. Í byrjun níundu þáttaraðar fattar Dwight eftir blóðtöku að hann er ekki faðir drengsins og Ryan og Kelly hætta hjá Dunder Mifflin. Jim byrjar að vinna í öðru fyrirtæki að hluta til í Philadelfia. Foreldrar Andy eru að skilja og Andy fær gamlan bát úr fjölskyldunni og ákveður að sigla á honum í þrjá mánuði. Erin verður reið við Andy þegar hann kemur aftur fyrir að yfirgefa hana og skilur við Andy. Erin byrjar síðan með Pete sem er nýr á vinnustaðnum. Pam byrjar svo að finna vinnur fyrir sig í Philadelfia og hyggjast þau ætla að flytja alfarið til Filadelfia. Öldungardeildarþingmaðurinn segir að hann sé samkynhneiðgur í beinni útsendingu og skilja því hann og Angela. Andy verður rekinn sem stjóri og Dwight kemur í staðinn. Dwight biður síðan Angelu um að giftast sér og kemst Dwight að því að öldungardeildarþingmaðurinn var ekki faðir barnsins heldur Dwight. Í lokaþættinum sem gerist einu ári síðar giftast Dwight og Angela og Michael kemur sem gestur og svaramaður í brúðkaupið. Jim og Pam flytja síðan til Filadelfiu.

Kararkterar

breyta

Michael Scott

breyta

Michael er er yfirmaður Dunder Mifflin Paper Company í Scranton, Pennsylvaníu. Michael lítur á sig sem ákaflega hæfan yfirmann sem getur tekist á við öll vandamál á skilvirkan hátt. Í raun og veru er Scott illa í stakk búinn til að takast á við flest vandamál sem koma upp hjá Dunder Mifflin. Michael elskar að hýsa fundi í fundarherbergi þar sem mjög litlu er áorkað en hann fær að vera miðpunktur athyglinnar.

Dwight Schrute

breyta

Dwight er óopinber aðstoðarmaður (yfirmannsins) hjá Dunder Mifflin. Dwight er ákaflega ástríðufullur fyrir pappír og er stöðugt að reyna að heilla Michael. Dwight er einnig leiðandi sölumaður á Scranton skrifstofunni. Þó að Dwight sýni mörg einkenni um skorts félagslegan þokka, þá hefur hann mjög góðan skilning á mörgum efnahagslegum hugtökum.

Jim Halpert

breyta

Jim er sölumaður og er talinn vera einn af „hetjum“ þáttanna vegna afslappaðs viðhorfs og getu til að umgangast fólk. Á meðan á seríunni gengur giftist Jim, Pam Beasley og verður síðan ansi áhugasamur um að ná árangri sem pappírssölumaður. Það eru mörg dæmi á skrifstofunni þar sem Jim eyðir mjög litlum tíma í að reyna að auka pappírssölu í staðinn fyrir að eyða töluverðum tíma í að vinna ástúð Pam. Jim eyðir líka óheyrilegum tíma í að hrekkja Dwight eða skemmta vinnufélögum sínum sem hann gerir fyrst og fremst til að skemmta Pam.

Pam Beasley

breyta

Pam er móttökuritari hjá Dunder Mifflin og reynir að halda Michael nokkuð einbeittum í starfi og vera afkastamikill. Pam er ekki meðvituð um rómantískan áhuga Jim á sér í fyrstu þáttaröðunum. Pam verður að lokum skrifstofustjóri sem sýnir skilning á fjárveitingum og kostnaðarhömlum.

Ryan Howard

breyta

Ryan Howard er tímabundinn starfsmaður í fyrstu þáttaröð en verður að lokum gerður að umsjónarmanni Michael hjá Dunder Mifflin. Seinna kemur í ljós að hann var að villa um fyrir hluthöfum Dunder Mifflin og er sagt upp störfum. Michael ræður síðar aftur Ryan sem tímabundinn starfsmann. Meðan Ryan var enn tímabundinn (fyrir kynningu sína) lætur hann Michael Scott tala við MBA bekkinn sinn þar sem Michael sýnir ógnvekjandi skilning á hagfræði. Maður gæti haldið að Ryan myndi búa yfir töluverðu viðskiptalífi sem hann sýnir þegar hann kynnir nýstárlega nálgun við bókhald í „Dunder Mifflin Infinity“ sem myndi spara fyrirtækinu peninga (á meðan að sumir endurskoðendurnir verða atvinnulausir í uppbyggingu). Ryan sýnir að skilningur hans á bókhaldi og hagfræði er fremur takmarkaður þegar hann reynir að hjálpa Michael Scott Paper Company að koma með framkvæmanlega viðskiptaáætlun. Þetta veitir frábært kennslutækifæri til að sýna fram á muninn á föstum og breytilegum kostnaði. Raunveruleg staða Ryan hjá fyrirtækinu hverju sinni er ekki eins mikilvæg og augljós skortur á siðferði og tengsl hans við Kelly á nýjan leik.

Andy Bernard

breyta

Andy gekk til liðs við sölufólkið hjá Dunder Mifflin eftir að hafa eytt tíma í Stamford útibúinu áður en honum var lokað vegna samruna útibúanna í Scranton og Stamford. Andy vann í stuttan tíma sem framkvæmdastjóri Dunder Mifflin en starfar lengst af sem sölumaður sem gerir einnig nokkur mistök við skilning á sölu og mörkuðum. Þetta getur einnig veitt lexíur sem eru teknar í sumum myndböndum. Besta dæmið um þetta er þegar hann selur notaða bílinn sinn á verði langt undir jafnvægi til Dwight.

Stanley Hudson

breyta

Stanley er nokkuð farsæll sölumaður sem er ósáttur við að eyða tíma á skrifstofu þar sem hann er venjulega ekki afkastamikill. Stanley drepur tímann á löngum og tilgangslausum fundum hjá Michael í fundarherberginu með því að leysa krossgátur.

Phyllis Lapin

breyta

Phyllis er einnig sölumaður hjá Dunder Mifflin. Þó að Phyllis sé yfirleitt mjög afslappuð og hljóðlát er hún mjög verndandi fyrir stöðu sína í fyrirtækinu og söluþóknun hennar.

Angela Martin

breyta

Angela er einn helsti endurskoðandi á skrifstofunni sem hefur gífurlega ástúð á köttum og hefur tilhneigingu til að vera dómhörð. Engin vitleysa nálgun hennar á því hvernig ætti að gera hlutina á skrifstofunni höfðar til Dwight.

Oscar Gutierrez

breyta

Oscar er annar aðalbókarinn á skrifstofunni. Oscar er mjög hagnýtur og hefur góða getu til að útskýra fyrir Michael hvers konar grunnhagfræði og bókhald sem Michael ætti þegar að gera sér grein fyrir. Oscar og Angela eru oft ósammála um hvað sé viðunandi skrifstofuhegðun.

Kevin Malone

breyta

Kevin er þriðji endurskoðandinn á skrifstofunni og hann er færari í bókhaldi en ætla mætti. Kevin fékk starf sitt af Michael þrátt fyrir að vera undir hæfileikum og það hjálpar til við að útskýra hvers vegna hann verður stundum ringlaður varðandi nokkuð einföld hugtök.

Creed Bratton

breyta

Creed sér að því er virðist um gæðaeftirlit fyrir Dunder Mifflin pappír. Creed er mjög óvenjulegur en kemur stundum með óvæntar leiðir til að græða fyrir sjálfan sig.

Meredith Palmer

breyta

Meredith er í „birgjatengslum“ fyrir Dunder Mifflin þó sjaldan sé sýnt að hún vinni að sýningunni. Meredith eyðir mestum tíma sínum í að spila eingreypingur í tölvunni sinni.

Kelly Kapoor

breyta

Kelly Kapoor sér um samskipti viðskiptavina hjá Dunder Mifflin Scranton. Hún er mjög hæfur starfsmaður en hún er ákaflega orðheppin. Hún nýtur þess að tala um léttvæg mál eins og slúður fræga fólksins og gæti vissulega verið ásökuð um að vera heltekin af því að gifta sig (sérstaklega kærastanum sínum Ryan, en þau eru oft sundur og saman).

Erin Hannon

breyta

Erin Hannon kemur í stað Pam Beasley sem móttökuritari hjá Dunder Mifflin Scranton. Erin er kát og elskar að vera móttökustjóri. Hún er yfirleitt jákvæð og styður Michael. Það mætti ​​lýsa Erin sem þeim starfsmanni sem er síst líklegur til að hætta í starfi í leit að betra tækifæri því hún er mjög sátt við Dunder Mifflin.

Gabe Lewis

breyta

Eftir að Dunder Mifflin var yfirtekið af Sabre Corporation, var Gabe falið af höfuðstöðvum fyrirtækisins til að kynna starfsemina í Scranton. Scranton útibúið reyndist óvænt vera mjög arðbært útibú. Gabe er sýnt í einum þætti með frekar óvenjulegri rökfræði til að verja stefnu þóknunarþaksins sem Sabre setti á laggirnar. Þetta leiðir til atburðarásar þar sem Jim ákveður að leika hrekk á Gabe í stað þess að eyða tíma sínum í að reyna að selja pappír án aukagjalda.

Á bak við tjöldin

breyta

Greg Daniels þróaði veturinn 2004-2005 bandaríska útgáfu af vinsælu þáttunum The Office. Hann tryggði sér síðan sýningarrétt á fyrstu fjórum þáttaröðunum. Árið 2008 var hugmynd um að grínistinn Amy Pohler myndi gera svipaða þætti og The Office. Greg var með í því verkefni og hætti því eftir fjórðu þáttaröðina. Þættirnir hétu Parks and Recriations og voru sýndir á NBC frá 2009-2015. Í stað Gregs komu Paul Lieberstein (sem lék einnig Toby) og Jennifer Celotta sem framleiðendur fyrir fimmtu þáttaröðina. Jennifer hætti eftir sjöttu þáttaröðina en Paul hélt áfram, hann hætti svo eftir áttundu þáttaröðina þar sem hann ætlaði að einbeita sér að spin-off þáttum The Office, The Farm með karakterinum Dwight. En ekkert varð úr þessum spin-off þáttum svo hann kom aftur í níundu og síðustu þáttaröðina. Fyrsti þátturinn fyrir The Farm var tekin upp og varð á endanum þáttur í níundu þáttaröðinni af The Office. Einnig voru hugmyndir á tímabili um spin-off um Andy en á endanum var ekki gert neitt spin-off af The Office. Ástæður fyrir enda The Office eru að eftir að Steve Carrell (Michael Scott) hætti árið 2011 hættu vinsældir þáttana mikið og var ákveðið árið 2012 að níunda þáttaröðin (2012-2013) yrði sú síðasta. Í dag eru einhverjar hugmyndir um tíundu þáttaröðina eða einhverja endurkomu með Steve Carrell innanborðs.