Jarðskjálftakvarðar

(Endurbeint frá Richter)

Jarðskjálftakvarðar eru notaðir til að mæla styrk jarðskjálfta. Mælingin byggir vanalega á jarðskjálftabylgjum sem jarðskjálftamælir nemur. Ekki er alltaf hægt að nota sama kvarða fyrir alla skjálfta þar sem mismunandi er hvaða upplýsingar er hægt að nema og tilgangur mælingarinnar getur verið breytilegur.

Jarðskjálftamælir.

Richterskvarðinn breyta

 
Charles Richter

Richterskvarðinn (ML) var fyrsti kvarðinn sem þróaður var til að mæla jarðskjálfta. Charles Richter bjó hann til árið 1935.[1] Richter kom á tveimur venjum sem aðrir skalar myndu síðar fylgja:

  • Kvarðinn er lograkvarði, sem þýðir að hækkun um einn á kvarðanum þýðir í raun tífalda hækkun. Tíföld hækkun í sveifluvídd jarðskjálftabylgju jafnast svo á við næstum 32-falda hækkun í styrk jarðskjálftans.[2]
  • Núllpúnktur kvarðans er sá punktur þar sem jarðskjálfti í 100 km fjarlægð færir haus jarðskjálftamælisins aðeins 0,001 mm.[3]

Richterskvarðinn mælir mestu sveifluvídd jarðskjálftabylgjunnar en gerir ekki greinarmun á hinum mismunandi jarðskjálftabylgjum. Þess vegna vanmetur kvarðinn jarðskjálfta sem eru langt í burtu, djúpir, eða mjög sterkir (yfir 7 stig).[4]

Vegna þessara galla er Richterskvarðinn ekki lengur notaður, en þó er algengt að fjölmiðlar noti „Richter“ þó að yfirborðsbylgju- eða vægisstærðarkvarðinn hafi verið notaður.

Rúmbylgjukvarðinn breyta

Rúmbylgjukvarðinn (mB) mælir rúmbylgjur, þær ferðast beint í gegnum berg. Rúmbylgjur skiptast í frumbárur (ferðast hratt) og síðbárur (ferðast hægar, komast ekki í gegnum bráðinn ytri kjarna jarðarinnar).[5]

Yfirborðsbylgjukvarðinn breyta

Yfirborðsbylgjukvarðinn (Ms) mælir bara yfirborðsbylgjur í jörðinni. Hann hentar til að mæla grunna jarðskjálfta.

Vægisstærðarkvarðinn breyta

Vægisstærðarkvarðinn (Mw) mælir vægisstærð, það hversu mikla aflfræðilega vinnu skjálftinn innir af hendi þegar einn fleki færist fram hjá öðrum. Þessi kvarði er sá besti til að mæla stóra skjálfta og sá sem hentar best til að bera saman mismunandi skjálfta.

Dæmi breyta

Tilvísanir breyta

  1. Kanamori 1983, bls. 187.
  2. Spence, Sipkin & Choy 1989, bls. 61.
  3. Richter 1935, bls. 5; Chung & Bernreuter 1980, bls. 10. Subsequently redefined by Hutton & Boore 1987 as 10 mm of motion by an Snið:M quake at 17 km.
  4. „USGS Earthquake Magnitude Policy“. USGS. November 22nd, 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2011. Sótt 22. nóvember 2011.
  5. Havskov, J.; Ottemöller, L. (Október 2009), Processing Earthquake Data[óvirkur tengill].
  6. „Tjónamat vegna jarðskjálfta á Suðurlandi“. www.verkis.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2020. Sótt 18. mars 2019.
  7. 7,0 7,1 7,2 „Jarðskjálftarnir miklu á Suðurlandi 17. og 21. júní, 2000“. hraun.vedur.is. Sótt 18. mars 2019.
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.