Charles F. Richter
(Endurbeint frá Charles Richter)
Charles Francis Richter (26. apríl 1900, Hamilton, Ohio - 20. apríl 1985, Los Angeles) var bandarískur eðlisfræðingur og jarðskjálftafræðingur.
Hann er best þekktur fyrir að hafa sett saman (ásamt Beno Gutenberg) árið 1935 kvarðann sem nefndur er eftir honum, Richter-kvarðann, sem var áður notaður til að mæla styrk jarðskjálfta.