Redwood-þjóðgarðarnir

Redwood-þjóðgarðarnir (enska: Redwood National and State Parks) (RNSP) er samansafn þjóðgarða sem samanstanda af gömlum tempruðum regnskógum meðfram strönd norður-Kaliforníu. Svæðið samanstendur af fjórum hlutum: Redwood National Park (stofnaður 1968), Del Norte Coast Redwoods State Park, Jedediah Smith Redwoods State Park og Prairie Creek Redwoods State Parks (stofnaðir í kringum 1925 og 1939). Saman þekja þeir 560 ferkílómetra og vernda um helming útbreiðslusvæðis strandrauðviðs sem er hæsta trjátegund í heimi. Á 19. öld varð svæðið fyrir óheftu skógarhöggi en eftir árið 1920 varð vakning í verndun þeirra. Meira en 90% af upprunalegum skógi hefur verið felldur. Aðrar trjátegundir í skóginum eru meðal annars degli og sitkagreni. Yfir 40 spendýr lifa innan þjóðgarðanna. Þrjár gestamiðstöðvar eru þar en gisting er aðeins í boði í fylkisrekna hluta garðsins, ekki þeim hluta sem rekinn er af ríkinu. Yfir 320 kílómetrar af göngustígum eru á svæðinu.

Kort.
Stæðileg tré
Skógur sveipaður þoku.
Maður og strandrauðviður.

Skógurinn hefur verið notaður sem myndefni fyrir kvikmyndir eins og Jurassic Park og Starwars.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Redwood National and State Parks“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. des. 2016.