Lesminni (enska: read-only memory, skammstafað og oft kallað í daglegu tali ROM) er tölvuminni sem tölva getur einungis lesið. Tölva getur ekki skrifað gögn í lesminni heldur þarf til þess sérstakan búnað (sem getur þó verið jaðartæki tölvu). Dæmi um ROM minni eru CD, DVD og ROM kubbar. Segulbönd geta líka flokkast sem ROM.

ROM kubbar

breyta

ROM kubbar eru kísilflögur með ROM minni. Þeir eru non-volatile, sem þýðir að gögnin af þeim glatast ekki ef spennan er tekin af þeim (t.d. þegar slökkt á tölvu eða tæki). ROM kubbar eru algengir á móðurborðum tölvu, í leikjahylkjum (e. cartridge) fyrir ákveðnar tegundir leikjatölva (dæmi: NES, SNES, N64, Sega Mega Drive) og geyma gjarnan fastbúnað (e. firmware) fyrir ýmis tæki með tölvustýringu (dæmi: geislaspilarar, þvottavélar, bílar, farsímar, sjónvörp, o.s.fr.). ROM kubbar er strangt tiltekið RAM (Random access memory), vegna þess að maður er alltaf jafnlegni að sækja gögn í það, óháð því hvaða vistfang maður vill sækja.

Tegundir ROM kubba

breyta

ROM: Elsta tegund lesminnis er þannig að gögnin eru á kubbnum þegar hann er framleiddur.

PROM (Programmable ROM): Lesminni sem eru framleidd með engum gögnum, PROM kubbar eru keyptir með engum gögnum á og hægt er að skirfa gögn á þá með sérstökum tækjum. PROM virkar mjög svipað og skrifanlegur geisladiskur, hann er keyptur með engum gögnum og það er einu sinni hægt að skrifa gögn á hann með sérstökum tækjum (geisladiskabrennara).

EPROM (Erasable PROM): PROM sem hægt er að eyða gögnum af með sérstökum tækjum. Það gert með að lýsa með útfjólubláu ljósi á þá og þá eyðast öll gögnin af þeim í einu.

EEPROM (Electrically EPROM): EEPORM er nýrri tækni en fyrstu EPROM, þá er í staðin fyrir að lýsa með útfjólubláuljósi hægt að eyða öllum gögnum af kubbnum með því að setja spennu á einn pinnan á þeim. Það er töluvert þægilegra að vinna með svoleiðis kubba heldur en EPROM.


Taka skal fram að þegar orðið gögn er notað hér, þá getur forritskóði (þar á meðal vélamálsskipanir) flokkast sem gögn.

Heimildir

breyta