Fastbúnaður
Fastbúnaður eru tölvuforrit og gagnagrindur sem eru prentuð á samrásir í ýmsum tegundum rafeindatækja. Þegar um er að ræða fastbúnað þá á það yfirleitt við um ívafskerfi. Fastbúnaður var upphaflega skilgreindur sem andstæðan við hugbúnað sem hægt er að skipta um án þess að gera breytingar á vélbúnaði tækisins. Venjulega er fastbúnaður geymdur í lesminni og þarf þá að skipta um kubb til að uppfæra hann. Síðustu ár hefur hins vegar orðið algengt að geyma fastbúnað á flash-minni sem hægt er að skrifa yfir í ákveðinn fjölda skipta.