Rauði krossinn á Íslandi
Rauði krossinn á Íslandi, áður Rauði kross Íslands, er hluti af alþjóðlegri mannúðarhreyfingu Rauða krossins. Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður í Reykjavík 10. desember árið 1924. Fyrsti formaður var Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands.
Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi með starfsemi í 192 löndum með yfir 14 milljónir sjálfboðaliða.
Rauða krossinum er stjórnað af landskrifstofu samtakana, sem er á höfuðborgarsvæðinu. Hún samræmir störf deilda í nærsamfélaginu hér á landi og tekur þátt í starfi Alþjóðahreyfingu Rauða krossins fyrir Íslands hönd.
Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim. Rauði krossinn á Íslandi gegnir stoðhlutverki við stjórnvöld á sviði mannúðarmála, líkt og önnur landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans gera hvert í sínu landi. Samtakamáttur, stuðningur, sjálfboðið starf og gagnkvæmur skilningur er leiðarstef fyrir farsælt starf félagsins.
Innanlandsstarf Rauða krossins er fjölbreytt, allt frá neyðarvörnum, skaðaminnkun og sálfélags stuðnings til skyndihjálpar, sölu á endurnýttum fatnaði og aðstoð við flóttafólk. Verkefnin eru framkvæmd af sjálfboðaliðum sem gera starf Rauða krossins um land allt mögulegt.uða kross Íslands (URKÍ) sem er landssamband ungmennastarfs deilda Rauða krossins.
Tengill
breyta- Rauði krossinn á Íslandi
- Alþjóðlegi rauði krossinn, móðurfélag RKÍ