Rauð líftækni
Rauð líftækni er líftækni sem snýst um framleiðslu lyfja og aðra beitingu líftæknilegra aðferða í heilbrigðisvísindum. Sem dæmi mætti nefna framleiðslu insúlíns í erfðabreyttum bakteríum,[1] skimun eftir nýjum sýklalyfjum í náttúrlegum þýðum baktería og annarra lífvera, og þróun lækninga sem byggja á breytingum í erfðamengi sjúklings (genalækningar).
Sem dæmi um íslenskt fyrirtæki sem byggir starfsemi sína á rauðri líftækni mætti nefna Genís, en innan þess er unnið að þróun á notkun kítíns við bæklunarskurðlækningar með ígræðslu í beinvef. Kítín er einangrað úr rækjuskel og er fjölsykra. Efnið á að koma í veg fyrir að örvefur myndist og í staðinn eðlilegur vefur. Einnig vinnur fyrirtækið að þróun lyfja við mörgum alvarlegustu sjúkdómum samtímans eins og hjartaáföllum og blóðtappamyndunum. Þá eru erfðarannsóknir notaðar til að komast að líffræðilegum orsökum og lyf skilgreind út frá því.[2]
Heimildir
breyta- ↑ Insúlín til lyfjanotkunar í mönnum sem framleitt er með erfðatæknilegum aðferðum í bakteríunni Escherichia coli var fyrst markaðssett af lyfjafyrirtækinu Eli Lilly árið 1982 undir nafninu humulin. Tæknin sem þar var beitt var þróuð af líftæknifyrirtækinu Genentech og er lýst í grein frá 1979: Goeddel D.V., Kleid D.G., Bolivar F., Heyneker H.L., Yansura D.G., Crea R., Hirose T., Kraszewski A., Itakura K., Riggs A.D. (1979) Expression in Escherichia coli of chemically synthesized genes for human insulin. Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America 76, 106-110.
- ↑ Á þröskuldi nýrra tíma. Viðtal við Jóhannes Gíslason http://www.laeknabladid.is/2009/01/nr/3386
Tengt efni
breytaTenglasafn í líftækni