Ramsgate
Ramsgate er hafnarborg í austur-Kent á Englandi. Íbúar eru um 40.000 (2011). Aðalatvinnugreinarnar eru ferðaþjónusta og fiskveiðar. Ramgsgate varð vinsæll strandbær á 19. öld. Vincent van Gogh bjó þar um skeið og starfaði sem kennari.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ramsgate.