Ragnhildur Geirsdóttir
Ragnhildur Geirsdóttir (fædd 9. október 1971) er íslenskur verkfræðingur og núverandi forstjóri Reiknistofu bankanna. Áður hefur hún m.a. starfað sem aðstoðarforstjóri Wow air, forstjóri Promens hf og forstjóri FL Group.
Ragnhildur lauk CS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Wisconsin árið 1996 og MS-prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 1998.[1] Hún hóf störf hjá Flugleiðum árið 1999 en árið 2002 var hún ráðin forstöðumaður rekstrarstýringardeildar fyrirtækisins og tók við sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringarsviðs Icelandair í janúar 2003. Árið 2005 var hún ráðin forstjóri Flugleiða (síðar FL Group) og gegndi hún stöðunni um nokkra mánaða skeið.[2] Frá 2006 til 2011 var Ragnhildur forstjóri Promens. Hún var framkvæmdastjóri rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum frá 2012-2017, aðstoðarforstjóri Wow air frá 2017-2019 og hefur verið forstjóri Reiknistofu bankanna frá janúar 2019.[3]
Tenglar
breyta- Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Flugleiða; grein af mbl.is 17. febrúar, 2005
- Fullyrt að Ragnhildur hætti hjá FL Group; af Mbl.is 19.10.2005
- Laun þögguðu niður í forstjóra; grein af Dv.is 16. apríl 2010 Geymt 18 apríl 2010 í Wayback Machine
- Inga Jóna: Ragnhildur hótaði að leita til lögreglunnar út af FL; af Dv.is 12. apríl 2010 Geymt 15 apríl 2010 í Wayback Machine
- Segir dylgjur um starfslok hennar ósannar; grein af Rúv.is 20. apríl 2010
- Úr einum forstjórastóli í annan; grein af Vb.is 14. ágúst 2011 Geymt 20 október 2012 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta
- ↑ Kjarninn.is, „Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna“ (skoðað 2. ágúst 2019)
- ↑ Vb.is, „Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Flugleiða“ (skoðað 2. ágúst 2019)
- ↑ Mbl.is, „Ragnhildur frá Wow til RB“ (skoðað 2. ágúst 2019)