Ragnhildur Geirsdóttir

Ragnhildur Geirsdóttir (fædd 9. október 1971) er íslenskur verkfræðingur og núverandi forstjóri Reiknistofu bankanna. Áður hefur hún m.a. starfað sem aðstoðarforstjóri Wow air, forstjóri Promens hf og forstjóri FL Group.

Ragn­hildur lauk CS-prófi í véla- og iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskóla Íslands árið 1995, MS-prófi í iðn­að­ar­verk­fræði frá Háskól­anum í Wisconsin árið 1996 og MS-prófi í við­skipta­fræði frá sama skóla árið 1998.[1] Hún hóf störf hjá Flug­leiðum árið 1999 en árið 2002 var hún ráðin for­stöðumaður rekstr­ar­stýr­ing­ar­deild­ar fyrirtækisins og tók við sem fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­stýr­ing­ar­sviðs Icelanda­ir í janú­ar 2003. Árið 2005 var hún ráðin forstjóri Flugleiða (síðar FL Group) og gegndi hún stöðunni um nokkra mánaða skeið.[2] Frá 2006 til 2011 var Ragnhildur forstjóri Promens. Hún var framkvæmdastjóri rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum frá 2012-2017, aðstoðarforstjóri Wow air frá 2017-2019 og hefur verið forstjóri Reiknistofu bankanna frá janúar 2019.[3]

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Tilvísanir

breyta


  1. Kjarninn.is, „Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Reiknistofu bankanna“ (skoðað 2. ágúst 2019)
  2. Vb.is, „Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Flugleiða“ (skoðað 2. ágúst 2019)
  3. Mbl.is, „Ragnhildur frá Wow til RB“ (skoðað 2. ágúst 2019)