Ragnar Bjarnason - Ragnar Bjarnason
Ragnar Bjarnason er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Útsetningar allar gerði Jón Sigurðsson og stjórnar hann fimmtán hljóðfœraleikurum, sem koma við sögu í undirleik. Ljósmynd á framhlið tók Kristján Magnússon.
Ragnar Bjarnason - Ragnar Bjarnason | |
---|---|
SG - 038 | |
Flytjandi | Ragnar Bjarnason |
Gefin út | 1971 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Ég bið þig forláts - Lag - texti: J. South — Iðunn Steinsdóttir
- Það er af og frá - Lag - texti: Wayne/ Manzanero — Iðunn Steinsdóttir
- Oft er flagð undir fögru skinni - Lag - texti: H. Howord/B. Owens — Iðunn Steinsdóttir
- Vina, kom heim - Lag - texti: Jim Webb — Iðunn Steinsdóttir
- Fljúgðu þröstur - Lag - texti: G. Vlclellan — Iðunn Steinsdóttir
- Forboðin ást - Lag - texti: Parker/Lanjean — Áslaug Ólafsdóttir
- Fiðrildi ástarinnar - Lag - texti: Lind — Iðunn Steinsdóttir
- Ekkert í heiminum (Úr söngleiknum ,,Eg vil, ég vil") - Lag - texti: T. Jones/H. Schmidt — Iðunn Steinsdórtir
- Vertu bara kaldur og klár - Lag - texti: J. DeShonnon — Jónas Friðrik
- Minningar - Lag - texti: B. Strange/S. Dovies — Iðunn Steinsdóttir
- Þrjú létt högg - Lag - texti: Levine/ R. Brown — Jónas Friðrik
- Barn - Lag - texti: Ragnar Bjarnason — Steinn Steinarr
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞað hafa líklega fáir íslenzkir söngvarar sungið inn á jafnmargar litlar hljómplötur og Ragnar Bjarnason. Og þó að margar þessara plafna hafi náð metsölu og vinsœldum eftir því, þá hefur Ragnar sjálfur œtíð átt lítinn sem engan þátt í vali laga á þessar hljómplötur. Þar hafa ýmist hljómplötu útgefendurnir sjálfir eða hljómsveitastjórarnir sagt fyrir verkum.
Á þessari fyrstu tólf laga plötu Ragnars Bjarnasonar er þessu farið á nokkurn annan veg. Hér hefur hann valið tólf lög, sem hann hefur tekið ástfóstri við síðustu mánuðina. Og það eru rólegu lögin, sem henta honum bezt eins og fyrri daginn, eða hefur nokkur heyrt Ragnar gera betur en í lögunum Það er af og frá og Minningar? Og þá er hann allt eins í essinu sínu í Forboðin ást og Ekkert í heiminum . . . Þá „fer hann létt með" Oft er flagð undir fögru skinni, sem hann hefur sungið með hljómsveit sinni að Hótel Sögu síðustu mánuðina við miklar vinsœldir. Einnig stendur hann sig mjög vel í Fiðrildi ástarinnar, bráðskemmtilegu lagi, sem lítið hefur heyrzt hér á landi. Það vekur athygli, að mikill hluti íislenzku textanna eru eftir Iðunni Steinsdóttur. Textar hennar eru allir vandaðir að efni og vel kveðnir, en Iðunn hefur gert nokkra texta fyrir SG-hljómplötur síðustu mánuðina, sem allir hafa hlotið vinsœldir. Aðrir textahöfundar eru Jónas Friðrik, sem kunnur er orðinn fyrir texta af mörgum plötum og síðan nýr textahöfundur, Áslaug Ólafsdóttir, og þá er hið kunna ljóð Steins Steinarr, Barn, hér með, en Ragnar gerði lag við það fyrir nokkrum árum, sem þekkt varð á hljómplötu í flutningi Savanna tríósins. Hinir mörgu aðdáendur Ragnars á Íslandi, sem og í Ameríku (en þar hafa Vestur-íslendingar mikið dálœti á honum vegna hljómleikahalds hans á vegum íslendingafélaganna siðustu tvö árin) hljóta að fagna þessari vönduðu hljómplötu Ragnars og SG-hljómplötur óska honum til hamingju með þessa fyrstu tólflaga plötu. |
||