Rafmagns- og tölvuverkfræði

Rafmagns- og tölvuverkfræði er námsbraut sem er kennd í háskólum víða um heim. Eins og nafnið gefur til kynna samanstendur hún af bæði rafmagnsverkfræði og tölvuverkfræði. Meðal þess sem er kennt í grunnnámi til í rafmagns- og tölvuverkfræði er nokkurt magn af stærðfræði, grunnur í eðlisfræði og tölvunarfræði, tölvutækni, rafrásafræði, rafeindatækni, hliðræn og stafræn merkjafræði, fjarskiptaverkfræði og rafsegulfræði.

Í framhaldsnámi er síðan oftast meiri sérhæfing. Þótt náminu sé ekki alls staðar skipt í grunnám og framhaldsnám er námið oftast mjög svipað í uppbyggingu.