Rafbílavæðing á Íslandi

Notkun rafbíla á Íslandi hefur aukist á undanförnum árum og hleðslustöðvum fyrir rafbíla fer fjölgandi. Sala á rafbílum er hlutfallslega næsthæst á Íslandi af öllum löndum í heimi. Hún hefur þrefaldast frá 2010.[1] Rafbílavæðing er lykilatriði í loftlagstefnu ríkisins sem áætlað er að tryggja að Ísland uppfylli markmið Parísarsamkomulagsins um loftlagsbreytingar.[2]

Hraðhleðslustöð á Selfossi

Þrátt fyrir fjölgun hraðhleðslustöðva hafa verkfræðingar greint frá því að huga þurfi að fleiri þáttum í rafbílavæðingunni, svo sem álagsstýringu, heimtaugastækkunum, netlausnum og byggingareglugerðinni, til þess að markmið ríkisstjórnarinnar um 10% hlutdeild rafbíla í samgöngum fyrir árið 2020 gangi eftir.[3]

Sala rafbíla

breyta

Í júlí 2017 voru 1.400 hreinir rafbílar og 1.700 tengitvinnbílar í notkun á Íslandi. Þetta svarar til 1,5% virka bílaflotans á landinu. Nýskráning svokallaðra tengibíla (þ.e. hreinna rafbíla og tengitvinnbíla) jókst um 186% milli júnimánaða 2016 og 2017.[4]

Af sölu allra nýrra bíla er hluti tengibíla 9% (þar af 3,2% hreinir rafbílar og 5,8% tengitvinnbílar). Þetta er næsthæsta markaðshlutdeild í heimi á eftir Noregi þar sem hún er 34,7%.[5]

Frá 2012 hefur verið enginn virðisaukaskattur á rafbíla.[6] Undanþágan hefur verið framlengd nokkrum sinnum síðan hún tók gildi. Í nýjasta fjárlagafrumvarpi var hún aftur framlengd út 2018.[7]

Hleðslustöðvar

breyta

Orka náttúrunnar hóf uppsetningu á sex hleðslustöðvum (eða „hlöðum“) á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarfirði og á Suðurlandi árið 2014. Árið 2018 rak fyrirtækið 31 hleðslustöð um allt land.[8] Árið 2020 voru 408 stöðvar frá Ísorku[9] og árið 2019 voru 23 bæjarfélög og gististaðir með sjálfstæðar hleðslustöðvar.[10]

Afnot hraðhleðslustöðva Orku náttúrunnar voru gjaldfrjáls til 1. febrúar 2018 en eftir það mun mínútan kosta 39 kr.[11] Ísorka byrjaði að rukka fyrir hleðslustöðvarnar sínar 18. ágúst 2017.[12]

Ýmis fyrirtæki selja hleðslubúnað sem setja má upp á heimilum, í fjölbýlishúsum og hjá fyrirtækjum.[13]

Aðkoma ríkisins

breyta

Árið 2016 lýsti ríkisstjórn yfir áætlunum sínum um að veita fyrirtækjum styrki úr 67 milljóna króna sjóði til uppsetningar hleðslustöðvar fyrir rafbíla.[14] Í desember 2016 var tilkynnt að 201 milljón krónum úr Orkusjóði yrði varið í uppsetningu 105 hleðslustöðva um land allt. Af þeim yrðu 42 svokallaðar hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar hleðslustöðvar.[15] Árið 2019 var Orkusjóði falið að úthluta fyrirtækjum styrki fyrir 43 hraðhleðslustöðvum.[16]

Almenningssamgöngur

breyta

Í byrjun ársins 2017 tilkynnti Strætó bs. fjárfestingu sína í fjórum rafmagnsknúnum strætisvögnum frá kínverskum framleiðanda Yutong. Drægi vagnanna er um það bil 320 km sem jafngildir 17 klst. þjónustutíma. Afhending vagnanna hefur tafist vegna breytinga sem framleiðandinn þarf að gera á vögnum til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík.[17]

Heimildir

breyta
  1. Hlutfallslega næstmest rafbílasala hér á landi“, Vísir, 12. september 2015.
  2. Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds“, Vísir, 30. nóvember 2017.
  3. Ekki nóg að fjölga hraðhleðslustöðvum“, RÚV, 10. mars 2017.
  4. Gífurleg aukning í fjölda nýskráðra rafbíla“, Kjarninn, 13. júlí 2017.
  5. „Europe – EAFO“. Sótt 11. desember 2017.
  6. Engin virðisaukaskattur af rafbílum“, Viðskiptablaðið, 4. júlí 2012.
  7. Afnema ekki virðisaukaskatt á bækur strax“, RÚV, 14. desember 2017.
  8. „Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum“. www.frettabladid.is. Sótt 17. júní 2020.
  9. „Hleðslunet Ísorku“. Ísorka - Hleðslustöðvar. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 júní 2020. Sótt 17. júní 2020.
  10. „Orkuskipti í samgöngum“. Orkustofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 febrúar 2023. Sótt 17. júní 2020.
  11. „http://www.ruv.is/frett/on-rukkar-fyrir-hradhledslu-rafbila“. RÚV.
  12. „Byrja að rukka fyrir hleðslu rafbíla“. www.mbl.is. Sótt 17. júní 2020.
  13. „Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla“. Sótt 11. desember 2017.
  14. Ríkið styrkir fjölgun rafhleðslustöðva“, RÚV, 16. apríl 2016.
  15. Byggja upp 105 hleðslustöðvar fyrir rafbíla“, RÚV, 10. desember 2016.
  16. „Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent“. RÚV. Sótt 16. júní 2020.
  17. Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó“, Vísir, 26. ágúst 2017.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.