Hleðslustöð
Hleðslustöð, jafnframt kölluð hlaða,[1] er stöð þar sem hlaða má rafbíla eða önnur rafknúin ökutæki. Hleðslustöðvum fer fjölgandi í mörgum löndum vegna innleiðingar rafbíla. Hleðslustöðvar má finna á ólíkum stöðum, svo sem í götunni, á bílaplönum við skrifstofur og verslunarmiðstöðvar og við stofnbrautir.
Tíðkast hefur að bjóða rafmagn til hleðslu rafbíla gjaldfrjálst en gjaldtaka er hafin í nokkrum löndum eftir því sem markaðshlutdeild virkra rafbíla eyskt. Til er fjöldi mismunandi tengja en til að mæta þörfum eigenda bíla frá ólíkum framleiðendum er boðið upp á breytistykki. Sumar hleðslustöðvar eru þó reknar af bílaframleiðendum, svo sem Tesla, sem einskorða notkun hleðsustöðva við sína eigin bíla.
Heimildir
breyta- ↑ „Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón“, Morgunblaðið, 16. desember 2017.