Rabarbari
Rabarbari (eða tröllasúra) (fræðiheiti: Rheum rhabarbarum eða Rheum x hybridum) er garðplöntutegund af súruætt. Stöngull rabarbarans er rauðleitur, stökkur og getur orðið jafn breiður og barnshandleggur. Blaðið upp af stilknum er mikið og breitt og grófgert og er stundum nefnt rabarbarablaðka. Til eru ýms afbrigði af rabarbara; algengust eru: Linnæus og Victoria.
Rabarbari | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Stilkur rabarbarans er mikið notaður í sultugerð, rabarbarasúpu og stundum einnig í saft- og víngerð. Neðsti hluti stilksins er hvítur og er oft soðinn niður [1]. Sá hluti rabarbarans nefnist rabarbarapera vegna þess að hann líkist mjög flysjaðri peru, þ.e.a.s. sé búið að skera hann frá leggnum.
Stilkur rabarbarans inniheldur talsvert magn af oxalsýru sem gerir hann súran. Oxalsýran í rabarbara er í það miklum styrk að hún getur haft óæskileg áhrif á nýrnastarfsemi og ætti að minnsta kosti ekki að neyta mikils af honum. [2] Mikil neysla rabarbara getur einnig eytt glerungi tanna.
Orðsifjar
breytaOrðið rabarbari er komið úr grísku: rha barbaron. Orðið rha er fornt skýþiskt nafn á ánni Volgu og barbaron þýðir erlendur. Rabarbari var til forna ræktaður í Kína og Tíbet og var löngum fluttur til Evrópu frá Rússlandi.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Heimasíða Garðyrkjufélags Íslands“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 20. júlí 2008.
- ↑ Af Vísindavefnum[óvirkur tengill]
Tenglar
breyta- „Rabarbari og fennel“; grein í Morgunblaðinu 1980
- „Rabarbari - Sulta og ábætiskökur“; grein í Morgunblaðinu 1997
- „Rabarbari og annað gott“; grein í Morgunblaðinu 1981