Oxalsýra

Oxalsýra er efnasamband með formúluna H2C2O4. Oxalsýra finnst í mörgum jurtum og dýrum. Mikið af oxalsýru er í rabarbara og spínati. Oxalsýra er notuð sem hreinsiefni og bleikiefni og hún er einnig notuð til að leysa upp ryð, fríska upp á gamlan við og hreinsa óhreint leður. Oxalsýru er nuddað í tilbúna marmarahluti til að loka yfirborðinu og kalla fram gljáa.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.