Rúnakvæði
Rúnakvæði eru þrjú kvæði frá miðöldum þar sem nöfn rúnatáknanna eru, engilsaxneskt, norskt og íslenskt.
Íslenska og norska rúnakvæðið fjalla um hin 16 tákn yngri rúnaraðarinnar, engilsaxneska rúnakvæðið fjallar um 26 tákn úr hinni svo nefndu engilfrísísku rúnaröð. Engilsaxneska kvæðið er talið vera frá lokum tíundu aldar en kann að vera eldra. Norska kvæðið er sennilega frá lokum tólftu aldar og það íslenska frá fimmtándu öld. Það íslenska er oft nefnt Þrídeilur af því að þrjú vísuorð eru höfð um hverja rún. Öll eru kvæðin ólík en svipa þó til hvers annars. Í kvæðunum eru bæði heiðnar og kristnar kenningar. Fyrir utan þessi þrjú kvæði er rúnalisti í 9. aldar handrit sem nefnt er Abecedarium Nordmannicum.
Óvíst er um hlutverk rúnakvæðanna, hugsanlegt er að þær hafi verið rímaðar minnisgreinar yfir röð rúnatáknanna, snauðar að djúphygli eða merkingu. En þau gætu allt eins búið yfir fornri merkingu þó að erfitt sé að ráða í hana nú á dögum. Hugsanlega hafa þau átt að hjálpa við að hugfesta ákveðna merkingu þegar unnið var að göldrum; þau gætu einnig falið í sér dulmál um launhelgar einstakra rúna.[1][2]
Íslenska rúnakvæðið
breytaÍslenska rúnakvæðið er yngst af þeim rúnakvæðum sem varðveist hafa og er sennilega samið með hliðsjón af eldri kvæðum til dæmis því sem nefnt er norska rúnakvæðið. Íslenska rúnakvæðið til í þremur handritum, öll á Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn. Það elsta er AM 687, frá því um það bil ár 1500, þar eru rúnirnar letraðar í upphafi hverrar vísu en ekki nöfnin. AM 461, frá 16. öld, þar eru nöfn rúnanna en ekki þær sjálfar. Það yngsta er AM 413, afrit af handriti frá 16. öld í Runologia Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (1732-52). [3] Íslenska rúnakvæðið er samið í bragarhætti þeim er nefndur er ljóðaháttur.[4]
- Fé er frænda róg
- ok flæðar viti
- ok grafseiðs gata
- aurum fylkir.
- Úr er skýja grátr
- ok skára þverrir
- ok hirðis hatr.
- umbre vísi
- Þurs er kvenna kvöl
- ok kletta búi
- ok varðrúnar verr.
- Saturnus þengill.
- Óss er algingautr
- ok ásgarðs jöfurr,
- ok valhallar vísi.
- Jupiter oddviti.
- Reið er sitjandi sæla
- ok snúðig ferð
- ok jórs erfiði.
- iter ræsir.
- Kaun er barna böl
- ok bardaga [för]
- ok holdfúa hús.
- flagella konungr.
- Hagall er kaldakorn
- ok krapadrífa
- ok snáka sótt.
- grando hildingr.
- Nauð er Þýjar þrá
- ok þungr kostr
- ok vássamlig verk.
- opera niflungr.
- Íss er árbörkr
- ok unnar þak
- ok feigra manna fár.
- glacies jöfurr.
- Ár er gumna góði
- ok gott sumar
- algróinn akr.
- annus allvaldr.
- Sól er skýja skjöldr
- ok skínandi röðull
- ok ísa aldrtregi.
- rota siklingr.
- Týr er einhendr áss
- ok ulfs leifar
- ok hofa hilmir.
- Mars tiggi.
- Bjarkan er laufgat lim
- ok lítit tré
- ok ungsamligr viðr.
- abies buðlungr.
- Maðr er manns gaman
- ok moldar auki
- ok skipa skreytir.
- homo mildingr.
- Lögr er vellanda vatn
- ok viðr ketill
- ok glömmungr grund.
- lacus lofðungr.
- Ýr er bendr bogi
- ok brotgjarnt járn
- ok fífu fárbauti.
- arcus ynglingr.
Norska rúnakvæðið
breytaNorska rúnakvæðið var fyrst prentað og þá með rúnatáknunum í Danica Literatura Antiquissima sem saman var tekið af Olaus Wormius og gefið út 1636. Það var afritað af handriti frá 13. öld sem var á Háskólabókasafni Kaupmannahafnar en hvarf í brunanum 1728.[5] Norska rúnakvæðið er samið í bragarhætti þeim sem nefndur er fornyrðislag. Hver braglína fornyrðislags hefur tvö ris en breytilegan fjölda áherslulausra atkvæða. Stuðlasetning tengir saman tvær og tvær línur en rím er ekkert.[6]
- Fé vældr frænda róge;
- føðesk ulfr í skóge.
- Úr er af illu jarne;
- opt løypr ræinn á hjarne.
- Þurs vældr kvinna kvillu;
- kátr værðr fár af illu.
- Óss er flæstra færða
- for en skalpr er sværða.
- Ræið kveða rossom væsta;
- Reginn sló sværðet bæzta.
- Kaun er barna bolvan;
- bol gørver nán folvan.
- Hagall er kaldastr korna;
- Kristr skóp hæimenn forna.
- Nauðr gerer næppa koste;
- nøktan kælr í froste.
- Ís kollum brú bræiða;
- blindan þarf at læiða.
- Ár er gumna góðe;
- get ek at orr var Fróðe.
- Sól er landa ljóme;
- lúti ek helgum dóme.
- Týr er æinendr ása;
- opt værðr smiðr blása.
- Bjarkan er laufgrønstr líma;
- Loki bar flærða tíma.
- Maðr er moldar auki;
- mikil er græip á hauki.
- Logr er, fællr ór fjalle
- foss; en gull ero nosser.
- Ýr er vetrgrønstr viða;
- vænt er, er brennr, at sviða.
Engilsaxneska rúnakvæðið
breytaEngilsaxneska rúnakvæðið var sennilega samið á 8. eða 9. öld og varðveittist í handriti frá 10. öld sem nefnt var Cottonian Otho B.x, 165a - 165b, en það hvarf í bruna ásamt mörgum öðrum handritum 1731. Það hafði áður verið prentað í riti George Hickes, Linguarum Veterum Septentrionalium Thesaurus, 1705. Allar seinni útgáfur kvæðisins eru gerðar eftir bók Hickes.[7]
- Feoh byþ frofur fira gehwylcum;
- sceal ðeah manna gehwylc miclun hyt dælan
- gif he wile for drihtne domes hleotan.
- Ur byþ anmod ond oferhyrned,
- felafrecne deor, feohteþ mid hornum
- mære morstapa; þæt is modig wuht.
- Ðorn byþ ðearle scearp; ðegna gehwylcum
- anfeng ys yfyl, ungemetum reþe
- manna gehwelcum, ðe him mid resteð.
- Os byþ ordfruma ælere spræce,
- wisdomes wraþu ond witena frofur
- and eorla gehwam eadnys ond tohiht.
- Rad byþ on recyde rinca gehwylcum
- sefte ond swiþhwæt, ðamðe sitteþ on ufan
- meare mægenheardum ofer milpaþas.
- Cen byþ cwicera gehwam, cuþ on fyre
- blac ond beorhtlic, byrneþ oftust
- ðær hi æþelingas inne restaþ.
- Gyfu gumena byþ gleng and herenys,
- wraþu and wyrþscype and wræcna gehwam
- ar and ætwist, ðe byþ oþra leas.
- Wenne bruceþ, ðe can weana lyt
- sares and sorge and him sylfa hæfþ
- blæd and blysse and eac byrga geniht.
- Hægl byþ hwitust corna; hwyrft hit of heofones lyfte,
- wealcaþ hit windes scura; weorþeþ hit to wætere syððan.
- Nyd byþ nearu on breostan; weorþeþ hi þeah oft niþa bearnum
- to helpe and to hæle gehwæþre, gif hi his hlystaþ æror.
- Is byþ ofereald, ungemetum slidor,
- glisnaþ glæshluttur gimmum gelicust,
- flor forste geworuht, fæger ansyne.
- Ger byÞ gumena hiht, ðonne God læteþ,
- halig heofones cyning, hrusan syllan
- beorhte bleda beornum ond ðearfum.
- Eoh byþ utan unsmeþe treow,
- heard hrusan fæst, hyrde fyres,
- wyrtrumun underwreþyd, wyn on eþle.
- Peorð byþ symble plega and hlehter
- wlancum (on middum), ðar wigan sittaþ
- on beorsele bliþe ætsomne.
- Eolh-secg eard hæfþ oftust on fenne
- wexeð on wature, wundaþ grimme,
- blode breneð beorna gehwylcne
- ðe him ænigne onfeng gedeþ.
- Sigel semannum symble biþ on hihte,
- ðonne hi hine feriaþ ofer fisces beþ,
- oþ hi brimhengest bringeþ to lande.
- Tir biþ tacna sum, healdeð trywa wel
- wiþ æþelingas; a biþ on færylde
- ofer nihta genipu, næfre swiceþ.
- Beorc byþ bleda leas, bereþ efne swa ðeah
- tanas butan tudder, biþ on telgum wlitig,
- heah on helme hrysted fægere,
- geloden leafum, lyfte getenge.
- Eh byþ for eorlum æþelinga wyn,
- hors hofum wlanc, ðær him hæleþ ymb(e)
- welege on wicgum wrixlaþ spræce
- and biþ unstyllum æfre frofur.
- Man byþ on myrgþe his magan leof:
- sceal þeah anra gehwylc oðrum swican,
- forðum drihten wyle dome sine
- þæt earme flæsc eorþan betæcan.
- Lagu byþ leodum langsum geþuht,
- gif hi sculun neþan on nacan tealtum
- and hi sæyþa swyþe bregaþ
- and se brimhengest bridles ne gym(eð).
- Ing wæs ærest mid East-Denum
- gesewen secgun, oþ he siððan est
- ofer wæg gewat; wæn æfter ran;
- ðus Heardingas ðone hæle nemdun.
- Eþel byþ oferleof æghwylcum men,
- gif he mot ðær rihtes and gerysena on
- brucan on bolde bleadum oftast.
- Dæg byþ drihtnes sond, deore mannum,
- mære metodes leoht, myrgþ and tohiht
- eadgum and earmum, eallum brice.
- Ac byþ on eorþan elda bearnum
- flæsces fodor, fereþ gelome
- ofer ganotes bæþ; garsecg fandaþ
- hwæþer ac hæbbe æþele treowe.
- Æsc biþ oferheah, eldum dyre
- stiþ on staþule, stede rihte hylt,
- ðeah him feohtan on firas monige.
- Yr byþ æþelinga and eorla gehwæs
- wyn and wyrþmynd, byþ on wicge fæger,
- fæstlic on færelde, fyrdgeatewa sum.
- Iar byþ eafix and ðeah a bruceþ
- fodres on foldan, hafaþ fægerne eard
- wætre beworpen, ðær he wynnum leofaþ.
- Ear byþ egle eorla gehwylcun,
- ðonn[e] fæstlice flæsc onginneþ,
- hraw colian, hrusan ceosan
- blac to gebeddan; bleda gedreosaþ,
- wynna gewitaþ, wera geswicaþ.
Abecedarium Nordmannicum
breytaElsti listinn yfir rúnanöfn er svo nefnt Abecedarium Nordmannicum og er frá 9. öld. Það eru engar útskýringar á rúnunum eða rúnanöfnum einungis rúnatáknin og nöfnin skráð með latnesku letri. Rúnirnar eru flestar af gerð yngri rúnaraðarinnar en nokkrar engilfrísneskar. Textann var að finna í handritinu Codex Sangallensis 878 sem geymt er í klaustri í St. Gallen í Sviss, en sennilega kemur textinn upphaflega frá Fulda í Þýskalandi. Abecedarium Nordmannicum textinn eyðilagðist um miðja 19. öld af efnum sem áttu að vernda handritið. Þýski málfræðingurinn Wilhelm Grimm hafði teiknað textann 1828 og er þessi teikning eina heimildin sem síðan hefur verið notuð. Fyrirsögnin er ABECEDARIUM NORD en textinn eru þrjár raðir:
- feu forman | ur after | thuris thriten sstabu | os ist imo oboro | rat end os uuritan
- chaon thanne clivot | hagal | naut habet | is | ar | endi sol
- tiu | brica | endi man midi | lagu the leohto | yr al bihabet
Úr þessu hefur verið ráðið:
- 'feu (fé) fyrst | ur (úruxi) eftir | þurs þriðji stafurinn | ós (ás) fylgir | rat (reið) endar skriftina
- chaon (kaun) þá klífur | hagal (hagl) | naut (neyð) hefur | ís | ár (árferði) | endar sól
- tíu (Týr) | birca (birki) | og man (maður) í miðju | lago (vatn) hið hreina | ýr líkur öllu [8]
Textinn er blanda af fornnorrænu, fornsaxnesku og fornþýsku og hefur sennilega haft danska fyrirmynd. Fyrir utan rúnanöfnin og rúnirnar er textinn hljóðlík orð sem sennilegast áttu að auðvelda að læra rúnaröðina utanað.[9]
Neðanmálsgreinar
breytaHeimildir
breyta- Acker, Paul, Revising Oral Theory: Formulaic Composition in Old English and Old Icelandic Verse (London: Routledge, 1998). ISBN 0815331029
- Lapidge, Michael (ristj.), Anglo-Saxon England (Cambridge: Cambridge University Press, 2007). ISBN 052103843X
- Page, Raymond Ian, An Introduction to English Runes (Boydell Press, 1999). ISBN 085115946X
- Van Kirk Dobbie, Elliott, The Anglo-Saxon Minor Poems (New York: Columbia University Press, 1942). ISBN 0231087705
- Halsall, Maureen, The Old English Rune Poem: A Critical Edition (Toronto: University of Toronto Press, 1982). ISBN 0802054773
- Matthías Viðar Sæmundsson, Galdrar á Íslandi (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1992). ISBN 9979-4-0068-4
Tenglar
breyta- Rune Poems úr „Runic and Heroic Poems“ eftir Bruce Dickins