Ljóðaháttur (að fornu: ljóðaháttr) er bragarháttur sem sjá má í sumum Eddukvæðum, t.d. Hávamálum. Einnig í Sólarljóðum.

Í vísum undir Ljóðahætti eru yfirleitt sex vísuorð eða hendingar (línur), og er fyrri helmingur vísunnar (1.-3. hending) eins að bragformi og sá seinni (4.-6. hending). Stuðlasetning bindur fyrstu tvær hendingarnar saman, síðan eru tveir stuðlar í þeirri þriðju, sbr. feitletrun. Þetta er svo endurtekið í seinni helmingi vísunnar.

  • Hávamál 77
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama,
ek veit einn,
at aldrei deyr:
dómr um dauðan hvern.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama,
eg veit einn,
aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.

Ljóðaháttur er oft notaður til að koma á framfæri lífsspeki, og er stundum leikið með andstæður í fyrri og seinni helmingi vísnanna. Hér er t.d. bent á forgengileika líkamans í fyrri vísuhelmingi, og ódauðleika orðstírsins í þeim seinni. Flestir kannast við seinni hluta eftirfarandi vísu, sem er sú næstsíðasta í Sólarljóðum:

  • Sólarljóð 82
Hér vit skiljumsk,
ok hittask munum
á feginsdegi fíra;
dróttinn minn!
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa!

Í ljóðahætti er ekkert rím, hvorki innrímendarím.

Heimild

breyta
  • Norska Wikipedian, 31. janúar 2008, og fleiri heimildir.