Rínardalur

Dalslandslag í Ölpunum. Í Sviss, Austurríki og Lichtenstein

Rínardalur er jökuldalur þar sem sá hluti Rínarfljóts sem nefnist Alparín rennur frá upptökunum, Vorderrhein og Hinterrhein, í norður að Bodensee við rætur Alpafjalla. Efri hluti dalsins er dæmigerður Alpadalur en neðri hluti hans er víðfeðm slétta. Hann er um 80 km að lengd. Dalurinn myndar landamæri Sviss í vestri og Austurríkis og Liechtenstein í vestri. Helstu þéttbýlisstaðir eru Tamins, Chur, Landquart, Vaduz, Lustenau og Bregenz. Árnar Plessur, Landquart, Ill og Frutz renna út í fljótið austan megin.

Rínarfljót við Balzers.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.