Ríkharður 1. af Normandí

(Endurbeint frá Ríkharður I af Normandí)

Ríkharður 1. af Normandí – (f. 28. ágúst 933 í Fécamp í Normandí, d. 20. nóvember 996, í Fécamp) – var hertogi af Normandí frá 942 til 996. Hann er talinn vera sá fyrsti sem í raun bar titilinn hertogi af Normandí. Hann ávann sér viðurnefnið Ríkharður óttalausi. Hann var sonur Vilhjálms 1. af Normandí og frillu hans sem hét Sprota. Faðir hans var myrtur þegar Ríkharður var aðeins 9 ára gamall og því gat hann ekki spornað gegn því að Loðvík 4. Frakkakonungur tók völdin í Normandí og hélt Ríkharði föngnum.

Ríkharður I af Normandí

Honum tókst að flýja með aðstoð vina sinna og náði að hrekja Loðvík frá Rúðuborg og ná völdum aftur í Normandí árið 947.

Eftir það ríkti hann með friðsemd að mestu. Hann var giftur Emmu, sem var systir Hugo Capet, sem varð konungur Frakka 987. Þau eignuðust engin börn, en Ríkharður átti son með hjákonu sinni, sem hét Gunnur (Gonnor) og var af dönskum ættum. Sonur þeirra var Ríkharður 2., greifi af Normandí. Síðar giftist Ríkharður 1. Gunni til þess að börn þeirra hefðu rétt til arfs. Hann endurskipulagði her Normanna og byggði á riddaraliði.

Á ríkisárum hans var Normandí endanlega innlimað í Frakkland og kristnað. Um Ríkharð er sagt að hann hafi verið hollari norrænum þegnum sínum en hann var Frökkum.


Fyrirrennari:
Vilhjálmur 1. af Normandí
Hertogar af Normandí
(942 – 996)
Eftirmaður:
Ríkharður 2. af Normandí