Rádýrabrimsa (fræðiheiti: Cephenemyia stimulator) er tegund sníkjuflugna af brimsuætt. Flugan finnst víða um skóga Mið-Evrópu, en þekktist ekki á Norðurlöndum. Rádýrabrimsan er lík hunangsflugu að stærð og útliti, brúnloðin. Hún verpir á granir rádýra og lirfurnar skríða inn um nasirnar. Á löngum tíma holgrafa lirfur hennar nefhol, gómfyllur eða hálsvefi, grafa sig síðan út eða er hóstað út og púpa sig á jörðinni í hrufóttu hylki.

Rádýrabrimsa
Rádýrabrisma Cephenemyia stimulator
Rádýrabrisma Cephenemyia stimulator
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Oestridae
Undirætt: Oestrinae
Ættflokkur: Cephenemyiini
Ættkvísl: Cephenemyia
Tegund:
C. stimulator

Tvínefni
Cephenemyia stimulator
(Clark, 1815)/Hunter, 1916
Samheiti

Cephenemyia stimulatrix Rondani, 1857
Oestrus biangulatus Cooke, 1857
Oestrus capreoli Hennig, 1855
Oestrus microcephalus Clark, 1815


Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.