Quneitra (arabíska: القنيطرة‎ al-Qunayṭrah) er yfirgefinn höfuðstaður Quneitra-héraðs í Gólanhæðum í suðvesturhluta Sýrlands. Borgin stendur í 1.010 metra hæð yfir sjávarmáli.

Quneitra

Ísrael hertók borgina á síðasta degi Sex daga stríðsins 1967. Sýrland náði borginni aftur í upphafi Jom kippúr-stríðsins 1973 en Ísrael náði borginni brátt aftur. Ísraelsher hvarf frá borginni í júní 1974 en lagði hana áður nær alveg í rúst. Nú stendur borgin á vopnahlésbelti milli hernámssvæða Ísraels og Sýrlands.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.