Quintus Claudius Quadrigarius

Quintus Claudius Quadrigarius (uppi á 1. öld f.Kr.) var rómverskur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Rómar í riti sínu Annales (Annálar), sem var í a.m.k. 23 bókum. Frásögn Quadrigariusar hófst á innrás Galla árið 390 f.Kr. og náði a.m.k. fram yfir dauða Súllu og e.t.v. lengra.

Sagnaritarinn Títus Lívíus styðst m.a. við Quadrigarius sem heimild (frá sjöttu bók rits síns Ab urbe condita). Aulus Gellius vitnar orðrétt í alllangan kafla úr riti Quadrigariusar í verki sínu Attískar nætur (IX. 13), þar sem er lýst einvígi milli Rómverjans Títusar Manliusar Torquatusar og ónefnds Galla.

Stíll Quadrigariusar var fremur einfaldur og fornlegur og þótti þurr en rit hans var talið mikilvægt.

Heimild

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.