Klukkublóm

(Endurbeint frá Pyrola minor)

Klukkublóm (fræðiheiti: Pyrola minor) er tegund blómplantna af lyngætt. Klukkublóm vex víða um norðurslóðir, meðal annars á Íslandi.

Klukkublóm

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Pyrola
Tegund:
Klukkublóm (P. minor)

Tvínefni
Pyrola minor
Samheiti

Pyrola rosea Sm.
Pyrola montana Bubani
Pyrola minor parvifolia B. Boivin
Pyrola minor conferta (Fisch. ex Cham. & Schltdl.) A. P. Khokhrjakov
Pyrola intermedia Schleicher ex Arcang.
Pyrola conferta Fisch. ex Ledeb.
Pyrola rosea Opiz
Pyrola parvifolia Raf.

Útlit og einkenni

breyta

Klukkublóm hefur egglaga eða sporbaugótt græn blöð og smærri hreisturkennd háblöð inn á milli laufblaðanna og upp á stöngli. Blómin eru með stuttan blómstilk og eru borin nokkur saman í 1,5-3 cm löngum klösum. Krónublöðin eru hvítleit, oft með bleikum kanti, um 5 mm löng en bikarblöðin eru mun minni, 2 mm og dökkrauð. Blómin hafa eina frævu og tíu fræfla.[1]

Klukkublóm líkist helst grænlilju (Orthilia secunda) en hún hefur grænni blóm á einhliða blómaxi.[1] Bjöllulilja er stærri og með færri blóm auk þess að vera með skinnkenndari blöð með meiri gljáa á efra borði.

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Á Íslandi vex klukkublóm bæði á láglendi og upp í um 900 metra hæð, í skóglendi, lyngbollum, snjódældum og giljum.[1]

Samlífi

breyta

Klukkublóm á Íslandi er þekktur hýsill fyrir klukkublómsryðsvepp.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Flóra Íslands (án árs). Klukkublóm - Pyrola minor. Sótt þann 2. september 2023.
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. bls. 124 Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.