Grænlilja (fræðiheiti: Orthilia secunda) er tegund blómplantna af lyngætt. Grænlilja er eina tegund ættkvíslarinnar Orthilia en var áður hluti af ættkvíslinni Pyrola. Grænlilja vex víða um Norðurslóðir, meðal annars á Íslandi.

Grænlilja
Blóm grænlilju snúa í aðra áttina.
Blóm grænlilju snúa í aðra áttina.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Orthilia
Tegund:
Grænlilja (O. secunda)

Tvínefni
Orthilia secunda

Útlit og einkenni

breyta

Grænlilja hefur 1-3 cm löng og 1-2 cm breið egglaga eða oddbaugótt græn blöð og smærri 3-5 mm oddmjó blöð inn á milli laufblaðanna. Blómin eru með stuttan blómstilk og eru borin mörg saman í 2-3 cm löngum klösum þar sem þau snúa í sömu átt á axinu. Krónublöðin eru grænhvít eða gulgræn, um 5 mm löng en bikarblöðin eru mun minni, 1-1,5 mm og tennt. Blómin hafa eina frævu og tíu fræfla.[1] Hún sækir hluta af næringu sinni í sveppasamlífi trjáa.[2]

Grænlilja líkist helst klukkublómi (Pyrola minor) en hefur grænni blóm á einhliða blómaxi.[1]

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Grænlilja vex víða um barrskógarbeltið.[heimild vantar] Á Íslandi vex hún helst í skóglendi og í lyngbrekkum. Hún er algengari á norðurlandi, sérstaklega við Jökulsárgljúfur sem nú eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.[1]

Á Íslandi vex grænlilja á láglendi upp í um 400 metra hæð.[1]

Samlífi

breyta

Grænlilja á Íslandi er þekktur hýsill fyrir klukkublómsryðsvepp.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Flóra Íslands (án árs). Grænlilja - Orthilia secunda. Sótt þann 20. október 2020.
  2. „John Whitfield, "Underground networking", Nature, Vol. 449, 13 September 2007“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2 janúar 2018. Sótt 16 apríl 2023.
  3. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.