Provence-Alpes-Côte d'Azur
Hérað Frakklands
Provence-Alpes-Côte d'Azur er eitt af 18 héruðum Frakklands og er í suðaustri. Íbúar eru um 5 milljónir og er flatarmál 31.400 ferkílómetrar. Nafn þess er stundum stytt í PACA eða Région Sud.
Sex sýslur eru innan héraðsins: Alpes-de-Haute-Provence, Alpes-Maritimes, Bouches-du-Rhône, Hautes-Alpes, Var og Vaucluse. Ströndin er þekkt sem Franska rivíeran (Cote d'Azur) og er Cannes þekkt borg með kvikmyndahátíð sína.
Helstu borgir eru:
-
Marseille.
-
Nice.
-
Calanque de Sugiton.
-
Avignon.
-
Aix en Provence.