Côte d'Azur

Strandlengja við Miðjarðarhafið í suðausturhluta Frakklands og Mónakó
(Endurbeint frá Franska rivíeran)

Côte d'Azur (á íslensku nefnd Bláströndin) (oksítanska: Còsta d'Azur, „bláa ströndin“; (einnig kölluð Franska rívíeran) er heiti á strandlengju í suðausturhluta Frakklands við Miðjarðarhafið. Hún nær frá landamærum Ítalíu í austri að Saint-Tropez eða Hyères í vestri. Helsta borgin við ströndina er Nice en þar eru líka Mónakó og Cannes. Þarna hófu baðstaðir að þróast undir lok 18. aldar þegar ströndin varð vinsæl meðal bresku yfirstéttarinnar sem heilsubótardvalarstaður. Íbúar við ströndina eru um tvær milljónir.

Kort.
Promenade des Anglais í Nice.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.