Propertius
Sextus Aurelius Propertius (fæddur á milli 50 og 45 f.Kr., dáinn um 15 f.Kr.) var rómverskt skáld.
Líkt og Virgill og Ovidius var Propertius í hópi þeirra skálda sem nutu stuðnings auðmannsins Gaiusar Maecenasar. Propertius var náinn vinur Ovidiusar og varði mestallri ævinni í Róm. Lítið annað er vitað með vissu um ævi hans.
Af verkum Propertiusar eru varðveittar fjórar bækur af kvæðum undir elegískum hætti.
Fyrsta prentaða útgáfan af kvæðum Propertiusar kom út í Feneyjum árið 1472.
Helstu útgáfur
breyta- Barber, E.A. (ritstj.), Sexti Properti Carmina (Oxford: Oxford University Press, 1953/1950). - Latneskur texti ásamt handritafræðilegum athugasemdum.
- Fedeli, P (ritstj.), Propertivs (Stuttgart og Leipzig: Teubner, 1984/1994). - Latneskur texti ásamt handritafræðilegum athugasemdum.
- Propertius, Elegies, G.P. Goold (þýð.) (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1990/1999). - Ensk þýðing í óbundnu máli ásamt latneskum texta.
Tengt efni
breytaTengill
breytaHeimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Propertius“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. október 2005.