Pristína

Höfuðborg Kósovó

Pristína (albanska: Prishtinë eða Prishtina; serbneska: Приштина eða Priština; tyrkneska: Priştine) er höfuðborg og stærsta þéttbýli Kosóvó. Hún er stjórnsýslumiðstöð samnefnda sveitarfélagsins. Gamla heiti borgarinnar er Ulpiana (Улпиана).

Miðborg Pristínu

Árið 2011 voru íbúar borgarinnar 198.000, en stór hluti þeirra eru Albanar. Það eru líka stórir hópar Serba, Bosníaka og Rómafólks. Pristína er helsta miðstöð stjórnsýslu, menntunar og menningar í Kosóvó. Háskólinn í Pristínu er rekinn í borginni en Pristínuflugvöllur tengir hana við ytri heiminn.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.