Populus deltoides
Populus deltoides[1][2] er lauftré í svartaspa-geira, ættað frá Norður-Ameríku, sem vex í austur, mið og suðvestur Bandaríkjunum, syðsta hluta austur Kanada, og norðaustur Mexíkó.[3]
Populus deltoides | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Populus deltoides W.Bartram ex Marshall | ||||||||||||||||
Náttúrleg útbreiðsla
|
Lýsing
breytaPopulus deltoides er stórt tré sem verður 20 - 40m hátt og með bol sem verður 1,8m í þvermál, eitt af stærstu lauftrjáa tegundum N-Ameríku. Börkurinn er silfurhvítur, sléttur eða lítið eitt sprunginn meðan tréð er ungt, og verður dökk grár og með djúpum sprungum á eldri trjám. Greinarnar eru grá-gular og kröftugar, með stórum þríhyrndum blaðörum. Brumin eru grönn, ydd, 1-2 sm löng, gulbrún og klístruð. Hún er ein af hraðvöxnustu trjám í Norður Ameríku. Í árdölum Mississippi, hefur vöxtur upp á 3 til 5 metra á ári í nokkur ár sést. Stöðugur hæðarvöxtur upp á 1,5 m og ummálsaukning á 2,5 sm er algengur.
Blöðin eru stór, þríhyrnd, 4-10sm löng og 4-11sm breið með flötum grunni og stilk 3-12sm löng. Þau eru gróftennt, tennurnar eru sveigðar og með kirtlum á endanum, og stilkurinn er flatur; þau eru dökkgræn og verða gul á haustin (en margar aspir á þurrum svæðum missa laufin snemma vegna þurrks og ryðsvepps, sem gerir haustlitinn daufan eða engan). Vegna flatra blaðstilkanna titra blöðin við minnsta blæ. Þetta er eitt af einkennum tegundarinnar.[4]
Elsta og stærsta
breytaPopulus deltoides verða að öllu jöfnu 70 til 100 ára, en geta orðið 200 til 400 ára við heppilegar aðstæður.
Balmwille tréð (höggvið 2015) var elsta skráða eintakið í Bandaríkjunum, en hún mun hafa byrjað að vaxa 1699.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ "Populus deltoides". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ "Populus deltoides". Geymt 2 maí 2017 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
- ↑ Barnes and Wagner, Michigan Trees, University of Michigan Press, 2004
- ↑ Severo, Richard; August 14, 2003; New York Champion Geymt 5 júní 2008 í Wayback Machine championtrees.org; retrieved August 14, 2006