Plymouth (borið fram [/ˈplɪməθ/] á ensku) er borg sem stendur við strönd Devon í Englandi. Hún er um það bil 310 km suðvestan við London. Plymouth liggur á milli ósa ánna Plym í austri og Tamar í vestri, þar sem þær renna út í Plymouth-sund.

Plymouth Hoe

Saga borgarinnar hófst í bronsöld byggð hófst á Mount Batten, skaga sem liggur hjá núverandi borg. Þessi byggð stækkaði mikið undir stjórn Rómaverja og varð mikilvæg verslunarstöð. Þá var núverandi borg stofnuð þar sem þorpið Sutton stóð. Árið 1620 fóru Pílagrímarnir frá Plymouth til Nýa heimsins og stofnuðu nýlendu þar sem nú eru Bandaríkin. Þetta var önnur nýlenda Breta þar. Í ensku borgarastyrjöldinni var Plymouth hernumin og henni var stjórnað af þinghernum frá 1642 til 1646.

Í iðnbyltingunni stækkaði Plymouth mikið og varð mikilvæg flutningahöfn. Innflutingur frá Ameríku fór þar í gegn og þar voru byggð skip fyrir konunglega breska sjóherinn. Vegna mikilvægi borgarinnar var Plymouth skotmark í Seinni heimsstyrjöldinni. Hún var eyðilögð að hluta í styrjöldinni og síðan endurbyggð.

Árið 2015 bjuggu um það bil 265.000 manns í Plymouth sem er 15. stærsta borg Bretlands. Skipasmíðar eru enn stór atvinnugrein en hagkerfi borgarinnar byggist nú fremur á þjónustustarfsemi. Í Plymouth er 11. stærsti háskóli Bretlands, Plymouth-háskóli. Þar er líka stærsta flotastöð í Evrópu, HMNB Devonport. Hægt er að fara til bæði Frakklands og Spánar með ferju frá Plymouth.

Plymouth Argile er knattspyrnulið borgarinnar.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.