Plone (hljómsveit)

Plone er rafhljómsveit frá Birmingham á Englandi.

Plone
Mike 'Billy' Bainbridge og Mike Johnston
Mike 'Billy' Bainbridge og Mike Johnston
Upplýsingar
UppruniBirmingham, England
Ár1994–2001; 2019-
StefnurSálarraftónlist, gáfumannadanstónlist, geimaldartónlist, indí-pop, dans-popp
ÚtgáfufyrirtækiWarp
Matador
Ghost Box
MeðlimirMike 'Billy' Bainbridge
Michael Johnston
Fyrri meðlimirMark Cancellara

Ferill

breyta

Plone var stofnuð síðla árs 1994 þegar Mark Cancellara og Mike Johnston byrjuðu að kaupa gömul hljómborð og gítarpedala, æfðu sig og bjuggu til hljóðheima (e. soundscape) undir nafninu Rehab. Johnston átti heima með Billy Bainbridge (sem var í Supernal ásamt meðlimum rafhljómsveitarinnar sol dat) sem keypti sér hljómborð og gekk í hljómsveitina og breytti nafni hljómsveitarinnar í Plone.

Hljómsveitin byrjaði að leika á tónleikum til stuðnings hljómsveitum eins og Pram og Broadcast. Árið 1997 komu Wurlitzer Jukebox máli við hljómsveitina sem gaf út smáskífunaPress a Key“. Í kjölfar þess skrifaði hljómsveitin undir samning við Warp og í september 1998 gaf hún út smáskífuna „Plock“. NME, Melody Maker og Dazed & Confused tilnefndu hana eina af bestu smáskífum ársins.

Rob Mitchell (sem skrifaði fyrir hönd hljómsveitarinnar undir samning við Warp) greindist með krabbamein árið 2001 og lést í september sama ár, sem olli því að önnur plata þeirra kom aldrei formlega út. Þó að hún hafi aldrei verið gefin út þá hefur henni verið dreift á netinu.

Bainbridge spilaði síðan á hljómborð með Broadcast (í 'Ha Ha Sound'-tónleikaferðinni), og er nú meðlimur Seeland með Tim Felton (nú einnig fyrrverandi Broadcast), og gaf út smáskífuna „Wander“ / „Pherox“ á Duophonic árið 2005. Johnston stofnaði Mike in Mono og er einnig 'Clive 2' í ZX Spectrum Orchestra og meðlimur Modified Toy Orchestra.

Mark Cancellara er nú aðstoðarmaður töframanns og plötusnúður.

Frá og með sumrinu 2009 birtist lagið Plaything með Plone í auglýsingu fyrir Reese's Peanut Butter Cups.

Í október 2019 var tilkynnt að Bainbridge og Johnston hefðu komið aftur saman sem Plone og að ný plata yrði gefin út á Ghost Box-útgáfunni árið 2020.[1] Þann 25. febrúar 2020 var nýja platan tilkynnt, nefnd Puzzlewood og var gefin út þann 17. apríl. Hún er unnin úr efni sem tekið hefur verið upp á ýmsum stöðum frá „annarri plötunni“, allt til dagsins í dag.

Hljómsveitarmeðlimir

breyta
  • Mike 'Billy' Bainbridge
  • Michael Johnston
  • Mark Cancellara (hættur í Plone)

Hljómplötur

breyta

Smáskífur

breyta
  • „Press A Key“ (Wurlitzer Jukebox)
  • „Plock“ (Warp Records)

Plötur

breyta
  • For Beginner Piano (Warp Records) (1999)
  • Ónefnd önnur plata - aldrei gefin út
  • Puzzlewood (Ghost Box Records) (2020)

Endurhljóðblandaðar útgáfur

breyta
  • Warp 10+3 (2xCD) „Tricky Disco (Plone Remix)“ (Warp Records)
  • „Me And Jerry D“ / „On Furry Cushion (Plone Mix)“ (7") „On Furry Cushion (Plone Mix)“ (Octave Kitten Recordings)
  • Somniloquy (CD) „Bewitched (Plone Mix)“ (Domino Recording Company Ltd.)

Birtust á

breyta
  • wap100. We Are Reasonable People (CD) „Plaything“ (Warp Records)
  • Round Squared: Weirdbag Vol. 1 (CD) „Somebody Is Alive And Well... Somewhere“ (Round Records)
  • For Wearing A Phone W/Q (CD) „Simple Song“ (not on a label)
  • The Mediterranean Beat Cook (Cassette) „Sunday Laid Moo“ (Spotlight Records, Japan)
  • Music Sampler (CD) „Plock“, „Top & Low Rent“ (Warp Records)

Tilvísanir

breyta
  1. „Home - Ghost Box“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2019. Sótt 25. október 2019.

Heimild

breyta

Ytri hlekkir

breyta