Pinus occidentalis[2], er furutegund sem er einlend á eyjunni Hispaníólu, þar sem hún er ríkjandi tegund í skógum Haítí og Dóminíska lýðveldisins. Hún finnst þar í bland við lauftré frá 850 til 2100 m yfir sjávarmáli, og myndar hreina skóga frá 2100 upp í 3087 m hæð á toppi Pico Duarte, hæsta hluta eyjarinnar. Tegundin finnst stundum á láglendi á næringarsnauðum og súrum jarðvegi.

Pinus occidentalis

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Australes
Tegund:
P. occidentalis

Tvínefni
Pinus occidentalis
Sw.
Útbreiðsla Pinus occidentalis
Útbreiðsla Pinus occidentalis
Samheiti

Pinus occidentalis var. baorucoensis Silba

Þetta er meðalstórt tré, 20 til 30m hátt með gisna krónu. Börkurinn er þykkur, grófur og hreistraður, fyrst grábrúnn og síðar grár. Barrnálarnar eru dökkgrænar, þrjár til fimm saman, 11 til 20 sm langar og 0,9 til 1,3mm breiðar. Könglarnir eru 5 til 8 sm langir, gljándi brúnir, með smáum gaddi á hverri köngulskel sem snýr út; þeir þroskast á 18 mánuðum og opnast til að losa fræin, sem eru ljósbrún með grábrúnum flekkjum, 4 - 5 mm löng og með 15mm væng.

Sambýli við svepprót gerir henni kleift að vaxa í grunnum og ófrjóum jarðvegi.

Tilvísanir breyta

  1. Farjon, A. (2013). Pinus occidentalis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34192A2850209. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34192A2850209.en. Sótt 8. nóvember 2017.
  2. Sw., 1788 In: Prodr.: 103.


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.