Pinus merkusii

Pinus merkusii[2], er furutegund ættuð frá eyjum suðaustur Asíu, aðallega í Indónesíu í fjöllum norður Súmötru, og á mið Súmötru á Kerincifjalli og Talangfjalli, og í Filippseyjum á Mindoro og í Zambales fjöllum á vestur Luzon.

Pinus merkusii
Pinus merkusii Toba.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
sect. Pinus
subsection Pinus
Tegund:
P. merkusii

Tvínefni
Pinus merkusii
Jungh. & de Vriese
Náttúruleg útbreiðsla Pinus merkusii
Náttúruleg útbreiðsla Pinus merkusii
Samheiti

Pinus merkusii subsp. ustulata Businský
Pinus finlaysoniana Wall. ex Blume

Hóparnir á mið Súmötru, milli 1° 40' og 2° 06' S breiddargráðu, er eina náttúrulega útbreiðsla nokkurrar tegundar af Pinaceae sunnan miðbaugs. Hún er yfirleitt í hóflegri hæð, aðallega í 400 – 1500 metrum, en einstaka sinnum í 90 m og upp í 2000 m.

LýsingBreyta

Pinus merkusii er meðalstórt til stórt tré, að 25 - 45 m.hátt og með stofnþvermál að 1 m. Börkurinn er gulrauður, þykkur og með djúpum sprungum neðarlega á stofni, og þunnur og flagnandi uppi í krónunni. Barrnálarnar eru tvær saman, mjög grannar, 15–20 sm langar og minna en 1 mm breiðar, grænar til gulgrænar.

Könglarnir eru mjósívalir, 5–8 sm langir og 2 sm breiðir neðst þegar þeir eru lokaðir, grænir í fyrstu, og við þroska gljáandi rauðbrúnir. Þegar þeir opnast 4 til 5 sm breiðir. Fræin eru 5–6 mm löng, með 15–20 mm væng, og er dreift með vindi.[3]

Skyldar tegundirBreyta

Pinus merkusii, er náskyld Pinus latteri, sem vex norðarí suðaustur Asíu, frá Myanmar til Víetnam; sumir grasafræðingar telja þær reyndar sömu tegundina (undir nafninu P. merkusii, sem var lýst fyrst), en Pinus latteri er með lengri og breiðari barrnálum (18–27 sm langar og meir en 1 mm breiðar) og stærri könglum með þykkari hreisturskel, könglarnir haldast oft lokaðir nokkurn tíma eftir þroska.[4]

TilvísanirBreyta

  1. Farjon, A. (2013). Pinus merkusii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T32624A2822050. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T32624A2822050.en. Sótt 8 November 2017.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Pinus merkusii. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 4 October 2015.
  3. Pinus merkusii Flora Malesiana
  4. Pinus latteri Flora of China
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.