Pinus johannis

furutegund í Norður Ameríku

Pinus johannis, er fura ættuð frá vesturhluta Norður-Ameríka. Útbreiðslan er frá suðaustur Arizona og suðvestur Nýja-Mexíkó, Bandaríkjunum, suður í Mexíkó eftir Sierra Madre Occidental og Sierra Madre Oriental til suður Zacatecas og San Luis Potosí. Hún vex meðalhátt til hátt til fjalla, frá 1600 til 3000 m hæð, í svölu, þurru loftslagi.

Pinus johannis

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Cembroides
Tegund:
P. johannis

Tvínefni
Pinus johannis
M.-F.Robert
Barr Pinus johannis
Pinus johannis tré (fyrir miðju), í Chiricahua National Monument, Arizona

Lýsing

breyta

Pinus johannis er lítill til meðalstórt tré, oft bara runni, frá 4 til 10 m hátt með að 50 sm stofnþvermál. Börkurinn er grábrúnn, þunnur og hreistraður neðst á stofni. Barrnálarnar eru 3 til 4 saman í búnti, grannar, 3 til 6 sm langar, grænar til blágrágrænar, með loftaugun á hvítri rönd á innra yfirborði nálanna. Könglarnir eru hnattlaga, 2 til 4 sm langir og breiðir lokaðir, grænir í fyrstu, og og verða gulbrúnir við þroska eftir 16 til 18 mánuði, með fáar þunnar köngulskeljar, yfirleitt eru 6 til 12 frjóar (með fræ). Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 3 til 5 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun. Fræin eru 9 til 12 mm löng, með þykkri skel, hvítri fræhvítu, og vængstubb um 1-2 mm langan; þeim er dreift af fuglinum Aphelocoma wollweberi, sem tínir fræin úr opnum könglunum. Fuglarnir geyma mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám.

Pinus johannis var uppgötvuð af Elbert L. Little 1968 þegar hann var að bera saman furur (í undirdeildinni Cembroides) í Arizona við dæmigerða Pinus cembroides í Mexíkó; hann lýsti henni sem afbrigði af P. cembroides: Pinus cembroides var. bicolor, og tók eftir annarri staðsetningu á loftaugunum á nálunum; einnig nálafjölda, með 3 til 4 í búnti í stað 2 til 3; að könglarnir eru með þynnri köngulskeljar; og með þéttari og ávalari krónu. Viðbótarrannsóknir franska grasafræðingnsins Marie-Françoise Robert-Passini, amerísku grasafræðinganna Dana K. Bailey og Frank G. Hawksworth og annarra, hefur sýnt að hún er fremur sjálfstæð tegund. Þrátt fyrir að vaxa á svipuðum eða sömu svæðum eru geta þær ekki blandast vegna þess að frjófall er mánuði til tvemur mánuðum seinna hjá Pinus johannis.

Þar sem Robert-Passini og Bailey & Hawksworth voru að vinna á mismunandi svæðum en á svipuðum tíma, var hún tvisvar skráð sem tegund, fyrst sem Pinus johannis af Robert-Passini (sem nefndi hana eftir eiginmanni sínum Jean) sem greindi eintök í Sierra Madre Oriental í Mexíkó, og síðar sem Pinus discolor af Bailey & Hawksworth sem greindu eintök í norður Sierra Madre Occidental í Arizona.

Það er minniháttar munur á plöntunum á þessum tvemur svæðum; þau austan megin eru runnkenndari og með stærri köngla en þau fyrir vestan, einnig er munur á samsetningu efna í trjákvoðunni; þær eru þó mjög svipaðar og viðurkenning á báðum sem sjálfstæðum tegundum virðist ekki réttlætanleg.

Sumir grasafræðingar telja þó P. johannis enn sem afbrigði af P. cembroides eða jafnvel aðskilja hana ekkert, sem útskýrir heimildir um P. cembroides í Arizona og Nýja-Mexíkó|Nýju-Mexíkó.

Hún er skyldust P. orizabensis og P. culminicola, og er með loftaugun innan á blöðunum eins og þær; hún er hinsvegar frábrugðin P. orizabensis með að vera með smærri köngla og fræ, og frá P. culminicola með að vera með færri nálar í búnti (3-4 á móti 5).

Nytjar

breyta

Ætum fræjunum (furuhnetur) er safnað lítið eitt í Mexíkó til matar.

Ljós-blágrænt yfirbragð nálanna gerir hana að laglegu litlu tré, heppilegu í almenningsgarða og aðra stærri garða.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.