Pinus durangensis
Pinus durangensis er fura sem er einlend í Sierra Madre Occidental fjallgarðinum í norðvestur Mexíkó.
Pinus durangensis | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus durangensis Martínez | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Pinus durangensis
|
Útbreiðsla
breytaHún finnst frá Chihuahua og Sonora, suður um Durango og Jalisco, til Michoacán. Hún vex í 1500 til 2800m hæð.
Lýsing
breytaPinus durangensis verður 25 til 40 m há, með stofnþvermál að 1m, og breiða og ávala krónu. Börkurinn er þykkur, dökk grábrúnn og hreistraður ogsprunginn.
Barrnálarnar eru dökkgrænar, 5 til 8 í búnti (hún er með flestar nálar að jafnaði í ættkvíslinni, en nálarnar eru færri eftir því sem er norðar í útbreiðslusvæðinu), 14–24 sm langar og 0,7 til 1,1 mm breiðar, stífar, varanlegt nálaslíðrið 1,5–3 sm langt.[2]
Könglarnir eru egglaga, 5 - 9 sm langir, grænir í fyrstu, opnast við þroska að vori 5 til 6 sm breiðir en fella ekki fræin í 1 til 2 ár. Fræin eru 5 til 7 mm löng með 12 til 17 mm langan væng. Frjóvgun er síðla vors, og könglarnir ná fullum þroska 20 til 22 mánuðum síðar. Þeir eru fölgulir í fyrstu en dökkna með tímanum.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Farjon, A. (2013). „Pinus durangensis“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42358A2974963. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42358A2974963.en. Sótt 13. desember 2017.
- ↑ 2,0 2,1 James E. Eckenwalder: Conifers of the World. 2009, bls. 428.
- Conifer Specialist Group (1998). "Pinus durangensis". IUCN Red List of Threatened Species. Version 2006. International Union for Conservation of Nature.
- Earle, Christopher J., ed. (2018). "Pinus durangensis". The Gymnosperm Database.
- Farjon, A. & Styles, B. T. (1997). Pinus (Pinaceae). Flora Neotropica Monograph 75: 171-175.