Durango
Durango er fylki í norðvestur-Mexíkó. Það er 123.317 km2 að stærð og eru íbúar 1.832.650 (2020). Það er fjórða stærsta fylkið en það næstfámennasta. Durango er landlukt og liggur að fylkjunum Chihuahua, Coahuila, Zacatecas, Nayarit og Sinaloa. Það liggur á mexíkósku hásléttunni og er meðalhæð 1.775 metrar yfir sjávarmáli. Landslag er fjalllent og skógi vaxið. Höfuðborgin Durango er við hlíðar Sierra Madre Occidental-fjallgarðsins í yfir 1850 metra hæð.
Vinsælt hefur verið að taka upp vestra-kvikmyndir í Durango.