Pinus hartwegii

(Endurbeint frá Pinus donnell-smithii)

Pinus hartwegii er furutegund ættuð frá fjöllum Mexíkó og Mið-Ameríku austur til Hondúras. Hún er nefnd eftir Karl Theodor Hartweg, sem uppgötvaði hana 1838.

Pinus hartwegii
Pinus hartwegii í Marquesa National Forest, milli Mexíkóborgar og Toluca, Mexíkó, í um 3,500 m hæð.
Pinus hartwegii í Marquesa National Forest, milli Mexíkóborgar og Toluca, Mexíkó, í um 3,500 m hæð.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur Pinus
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
subsection Ponderosa
Tegund:
P. hartwegii

Tvínefni
Pinus hartwegii
Lindl.
Nátúruleg útbreiðsla
Nátúruleg útbreiðsla
Samheiti

Pinus wilsonii Roezl
Pinus suffruticosa Roezl ex Carrière
Pinus standishii Roezl
Pinus scoparia Roezl
Pinus rudis Endl.
Pinus roezlii Carrière
Pinus robusta Roezl
Pinus papeleuii Roezl
Pinus northumberlandiana Roezl
Pinus montezumae var. rudis (Endl.) Shaw
Pinus montezumae var. lindleyana (Gordon) Parl.
Pinus montezumae var. hartwegii (Lindl.) Shaw
Pinus montezumae subsp. hartwegii (Lindl.) Engelm.
Pinus lowii Roezl
Pinus lindleyana Gordon
Pinus iztacihuatlii Roezl
Pinus hartwegii var. rudis (Endl.) Silba
Pinus endlicheriana Roezl
Pinus ehrenbergii Endl.
Pinus donnell-smithii Mast.
Pinus decandolleana var. ehrenbergii (Endl.) Carrière
Pinus decaisneana var. wilsonii (Roezl) Carrière
Pinus amecaensis Roezl
Pinus aculcensis Roezl

Útbreiðsla

breyta

Pinus hartwegii er tegund hátt til fjalla, í 2.500–4.300 m hæð. Hún myndar trjálínu á flestum hærri fjöllum Mexíkó. Hún vex bæði í Sierra Madre Occidental og Sierra Madre Oriental (fjallakeðjunum) (29°N) frá Chihuahua-ríki og Nuevo León (26°N) til hæstu tinda í fjöllum El Salvador til landamæra Hondúras (15°N). Í Sierra Madre Occidental eru veturnir mjög þurrir og mikið regntímabil á sumrin, með stöðugum frostum frá október til mars.

Þessi fura fær sjalda eða ekki þann dvergvöxt eða krækluvöxt sem annars einkennir tré hátt til fjalla (við skógarmörk). Jafnvel við trjálínu verður tréð ekki fyrir skaða af kulda og skaraveðri sem verður í þeirri hæð. Þess vegna hefur Pinus hartwegii verið rannsökuð sem þróunarfræðilega einstök tegund við trjálínu.

 
P. hartwegii við trjálínu (4030m), Cofre de Perote, Mexíkó

Lýsing

breyta

Pinus hartwegii er sígrænt tré sem nær 20–30 m hæð með breiða og rúnnaða krónu. Börkurinn er þykkur, dökkgrábrúnn og hreistraður eða sprunginn. Dökkgrænar barrnálarnar eru fimm (einstaka sinnum fjórar) í búnti, 10–20 sm langar og 1,2–1,5 mm gildar, langlíft blaðslíðrið 1,5–2 sm langt.

Könglarnir eru egglaga, 6–13 sm langir, svartir eða mjög dökkfjólubláir, opnast við þroska að vori 5–7 sm breiðir. Fræin eru vængjuð, 5–6 mm löng með 1,5–2,5 sm væng. Frjóvgun er síðla vors, og þroskast könglarnir 20–22 mánuðum síðar.

Hún er náskyld Pinus montezumae, er frábrugðin henni með styttra barri, svörtum (ekki brúnum) og minni könglum; hún tekur við af Pinus montezumae hærra til fjalla, og blandast henni oft þar sem útbreiðslan skarast í miðjum hlíðum.

Tilvísanir

breyta
  1. Farjon, A. (2013). Pinus hartwegii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42367A2975679. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42367A2975679.en. Sótt 13. desember 2017.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.