Himalajagreni

(Endurbeint frá Picea smithiana)

Himalajagreni, eða Picea smithiana[1] er grenitegund frá vestur Himalaja og aðliggjandi fjöllum, frá norðaustur Afghanistan, Indlandi til mið Nepal. Það vex í 2,400 til 3,600 metra hæð í skógum með Cedrus deodara, Pinus wallichiana og Abies pindrow.

Morinda Spruce
Picea smithiana
Himalajagreni í Royal Botanic Garden Edinburgh
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. smithiana

Tvínefni
Picea smithiana
(Wall.) Boiss.

Lýsing breyta

 
Nývöxtur, sýnir sérstaklega langar barrnálar þessarar tegundar

Himalajagreni er stórt sígrænt tré, um 40 til 55 metra hátt (örsjaldan að 60 m), og með stofnþvermál að 1 til 2 metrum. Það er með keilulaga krónu með láréttum greinum og yfirleitt hangandi smágreinum.

Sprotarnir eru föl-gulbrúnir og hárlausir. Barrið er nálarlaga, það lengsta á öllum grenitegundum, 3 til 5 sm langt, tígullaga í þverskurði, græn með óáberandi loftaugarákir. Könglarnir eru breið sívalt-keilulaga, 9 til 16 sm langir og 3 sm breiðir, grænir fyrst, en verða daufbrúnir við þroska og opnast 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun; köngulhreistrið er stíft og ávalt.

Himalajagreni er vinsælt prýðistré í stórum görðum í vestur Evrópu vegna hangandi smágreinanna. Það er líka að nokkuð haft í skógrækt til timburs og pappírs framleiðslu, þó að það með hægari vöxt en rauðgreni dragi úr mikilvægi þess utan við náttúrulegt útbreiðslusvæðið. Nafnið morinda er dregið af nafni trésins á nepölsku.

Tilvísanir breyta

  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist