Hengigreni (Picea breweriana), Brewers-greni eða Sorgargreni er meðalstórt, sígrænt barrtré með breiðan, keilulaga vöxt. Megingreinarnar eru fyrst láréttar, en seinna verða þær sveigðar uppávið með lóðréttum hliðargreinum.

Hengigreni

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. breweriana

Tvínefni
Picea breweri
S.Watson
Útbreiðslusvæði Picea breweriana
Útbreiðslusvæði Picea breweriana
Nærmynd af útbreiðslusvæði Picea breweriana
Nærmynd af útbreiðslusvæði Picea breweriana
Samheiti
  • Picea pendula S.Watson
  • Pinus breweriana (S.Watson) Voss [2]

Lýsing breyta

Börkurinn er fyrst ljós rauðbrúnn með fín hár. Seinna verður hann gráleitur með ljósum blettum. Gamlar greinar og stofnar fá dökk gráfjólubláan börk með afflettum, kringlóttum plötum. Knúpparnir eru egglaga og ljósbrúnir með rauðleitri hæringu.

Barrnálarnar eru framstæðar, þunnar og flatar, djúp dökkgrænar að ofan og með tvær hvítar rendur að neðan. Karlblómin eru saman í reklum við endann á sprotunum. Kvenblómin eru dökkrauð og eru hangandi á greinum í toppi trésins. Könglarnir eru sívalir með ávalt, íhvolft hreistur (nokkurnveginn eins og hjá brúngreni), eru þeir fyrst rauðir svo ljós rauðbrúnir við þroska.

Rótarkerfið er frekar flatt og grunnstætt með kröftugum, frekar útbreiddum meginrótum. Plöntur sem eru til sölu í Danmörku eru oftast ágræddar á rót af rauðgreni.


Útbreiðsla og búsvæði breyta

Hengigreni er upprunnið frá vestanverðri Norður-Ameríku, þar sem það vex í Klamath-Siskiyou skógunum ( WWF-búsvæði) í suðvestur-Oregon og norðvestur-Kaliforníu. Þar er tegundin í 500-2.300 metra hæð í basískum jarðvegi ásamt Arctostaphylos patula , Quercus sadleriana, Calocedrus decurrens, Ceanothus prostratus, Pinus ponderosa, Pinus jeffreyi, Abies grandis, Abies concolor, Chimaphila umbellata, Cornus nuttallii og Taxus brevifolia[3]


Tilvísanir breyta

  1. Nelson, J. & Farjon, A. (2013). Picea breweriana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34049A2841277. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34049A2841277.en. Sótt 9. janúar 2018.
  2. Picea breweriana. The Plant List. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 febrúar 2019. Sótt 26. mars 2015.
  3. National Park Service: Klamath Network Geymt 17 október 2011 í Wayback Machine á ensku

Viðbótar lesning breyta

  1. Abrams, L. 1923. Ferns to Birthworts. 1: 1–557. In L.R. Abrams (ed.) Ill. Fl. Pacific States. Stanford University Press, Stanford.
  2. Flora of North America Editorial Committee, e. 1993. Pteridophytes and Gymnosperms. Fl. N. Amer. 2: i–xvi, 1–475.
  3. Jepson, W. L. 1909. Fl. Calif. vol. 1. 578 pp. Cunningham, Curtiss & Welch, San Francisco.
  4. Munz, P. A. & D. D. Keck. 1959. Cal. Fl. 1–1681. University of California Press, Berkeley.



 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.