Adobe Photoshop

Myndvinnsluforrit frá Adobe
(Endurbeint frá Photoshop)

Adobe Photoshop er myndvinnsluforrit frá bandaríska fyrirtækinu Adobe. Forritið er hluti af Creative Suite pakkanum sem Adobe hefur gefið út síðan árið 2003. Photoshop í til í tveimur útgáfum: Adobe Photoshop og Adobe Photoshop Extended, sem er sniðað að þrívíddarmyndvinnslu, kvikmyndavinnslu og myndgreiningu. Adobe Photoshop Extended fylgir öllum útgáfum af Creative Suite nema Design Standard-útgáfunni, sem fylgir venjulega Photoshop.

Merki Adobe Photoshop CC

Auk þess að gefa út Photoshop selur Adobe Photoshop Elements, sem er takmörkuð útgáfa ætluð fyrir heimilisnotkun, og Photoshop Lightroom, sem er ætlað ljósmyndurum og er í samkeppni við Aperture frá Apple. Árið 2008 gaf Adobe út Photoshop Express, sem er ókeypis vefforrit til að laga myndir á bloggsíðum og netsamfélögum. Útgáfa þessa forrits fyrir Android og iPhone var sett á markað árið 2011.

Photoshop virkar með tölvum sem keyra Mac OS X eða Windows.

Tenglar

breyta
   Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.