Petrína K. Jakobsson

Petrína Kristín Jakobsson (4. febrúar 1910 - 2. september 1991) var bæjarfulltrúi og sérfræðingur á sviði kortagerðar og orkumála. Hún var forstöðukona Teiknistofu raforkumálastjóra og síðar Orkustofnunar á árunum 1944-77.

Ævi og störf

breyta

Petrína fæddist á Húsavík, dóttir hjónanna Jóns Ármanns Jakobssonar og Valgerðar Pétursdóttur, en fluttist með fjölskyldunni til Reykjavíkur 1920. Hún nam við Samvinnuskólann 1928-89 og laug gagnfræðaprófi frá MR. Hún nam teikningu, m.a. við Handíðaskólann og lærði síðan landmælingar og kortagerð hjá Zóphaníasi Pálssyni og síðar híbýlafræði, lýsingatækni og lampagerð í Danmörku, Bretlandi og Hollandi.

Hún starfaði á skrifstofu Rafmagnsveitunnar 1930-44 áður en hún færði sig til embættis Raforkumálastjóra og síðar Orkustofnunar.

Í stjórnmálum fylgdi Petrína Sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu að málum. Hún var varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur kjörtímabilið 1942-46 og bæjarfulltrúi frá 1954-58. Hún átti sæti barnaverndarnefnd frá 1936-48.

Petrína kom óbeint við sögu Dreifibréfsmálsins svokallaða, en í viðtali við hana sem Pétur Pétursson birti í Morgunblaðinu árið 2000, kom fram að hún hefði legið undir grun að hafa samið dreifibréfið sem málið snerist um, en að breskur hermaður sem hún kynntist hafi að líkindum aðstoðað við gerð þess.

Heimildir

breyta
  • Páll Líndal og Torfi Jónsson. Reykjavík : Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavík 1986, bls. 102.
  • Morgunblaðið 15. október 2000, bls. 20B.